Opið 17-18 Pawel Bartoszek skrifar 14. mars 2014 07:00 Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið í Mjódd og flutti í nálæga garðyrkjubúð. Fyrir vikið á ég af og til leið um garðyrkjubúð. Fyrir vikið hef ég keypt dót í garðyrkjubúð. Samt er ég hvorki með garð né hef brennandi áhuga á því að eignast slíkan. En svona er þetta. Einokunaraðili með vinsæla vöru trekkir að. Það þarf auðvitað ekki endilega að vera að eitthvert tásunudd sé í gangi þegar einokunarverslun ríkisins velur sér staðsetningu. En það breytir því ekki að niðurstaðan, sama hver hún verður, gefur sumum verslunum og verslunarkeðjum ákveðið forskot. Auðvitað er það styrkur Kringlunnar og Smáralindar að þessar miðstöðvar eru með vínbúðir. Auðvitað yrði það mikið högg fyrir Fjörðinn í Hafnarfirði ef ríkið færi þaðan. Og auðvitað glæðir ekki beint verslun í Grafarvogi, í Garðabæ eða á Álftanesi að þar sé hvergi hægt að kaupa rauðvín fyrir matarboðið eða bjór fyrir Eurovision-partíið.Þú keyrir – við spörum Þetta er ekki heilbrigt umhverfi. Segjum að einhverjir ætli sér að opna verslunarmiðstöð í samkeppni við Kringluna eða Smáralind. Auðvitað vilja menn þá að viðskiptavinir verslunarmiðstöðvarinnar geti gert öll sín matarinnkaup þar inni, án þess að fara annað. Hvað þarf þá að gera? Tuða í opinberri stofnun? Krefjast pólitískra afskipta kjörinna fulltrúa? Búið er að loka ríkinu í Grafarvogi og í Garðabæ. Það er skýrt út með rökum sem hljóma eins og markaðsrök. En auðvitað eru alveg markaðsforsendur til að selja áfengi á þessum stöðum. Einokunaraðilar munu hins vegar alltaf hafa ákveðinn hag af því að lækka eigin dreifingarkostnað með því að láta kúnnana einfaldlega keyra lengur eftir vörunni. Hvað ætlar kúnninn svo sem að gera. Fara annað? Bara ef aðrir hugsuðu svona: „Tekist hefur að fækka pizza-stöðunum á höfuðborgarsvæðinu niður í tvo.“Slappt úti á landi Í mörg ár hefur ÁTVR haldið uppi mjög slappri þjónustu utan höfuðborgarinnar. Lengi vel voru gjarnan margir klukkutímar í bíl í næstu áfengisverslun. Nú eru búðirnar ögn fleiri en kortið blekkir samt dálítið. Í fjölmörgum þessara verslana er algengur opnunartími… klukkustund á dag. Og úrvalið svipað og í danskri sjoppu. Það er reyndar eitt stórundarlegt við viðhorf margra til einokunarverslunarinnar. Eitt væri að hafa þá afstöðu að áfengið sé stórhættuleg vara sem eigi ekki að vera í góðri dreifingu. En margir virðast hafa sannfærst um að þessi slappa dreifing sem boðið er upp á sé í raun alveg frábær. Víða má heyra þær áhyggjur að frjáls sala áfengis muni gera aðgengið úti á landi verra! Á Seyðisfirði er nú hægt að kaupa bjór í klukkutíma á dag fjóra daga vikunnar en opið er aðeins lengur á föstudögum. Trúið mér, þessi tími mun ekki styttast við það að ríkiseinokun á áfengi verði aflétt. Né heldur mun úrvalið versna. Eins og ég rakti í nýlegum pistli mínum „Selfoss og Maribo“ bendir margt til að vínúrvalið í íslenskum bæjum sé töluvert síðra en í dönskum bæjum af sömu stærð.Mun allt hækka? Hvað verðið varðar þá ræðst íslenskt áfengisverð auðvitað að mestu af löggjöf. En reynslan sýnir raunar að bjór og vín eru vörur sem fólk hefur gjarnan talsvert góða verðtilfinningu fyrir. Það yrði því erfiðara fyrir kaupmenn að „okra“ á þessum vörum en til dæmis á pestókrukkum. Lágvörukeðjur myndu hafa svipað verð á áfengi á SV-horninu og annars staðar. Í minni verslunum yrði það líklegast dýrara hvort sem það væri úti á landi eða á þéttbýlisstöðum en aftur á móti myndi þetta styrkja rekstur slíkra verslana. Minni verslanir þrífast mun betur í löndum þar sem kaupmenn mega selja fólki bjór. ÁTVR getur ekki haldið uppi vínsölu í 6. stærsta sveitarfélagi landsins. Víða úti á landi eru áfengisbúðirnar opnar 6 tíma í viku. Menn geta auðvitað haft þá afstöðu að áfengi sé stórhættuleg vara sem eigi að dreifa illa. En óttinn um að dreifingin, hvort sem það er úti á landi eða á SV-horninu, myndi versna ef vínsala yrði gefin frjáls er ástæðulaus. Kaupmenn kunna alveg að selja hluti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið í Mjódd og flutti í nálæga garðyrkjubúð. Fyrir vikið á ég af og til leið um garðyrkjubúð. Fyrir vikið hef ég keypt dót í garðyrkjubúð. Samt er ég hvorki með garð né hef brennandi áhuga á því að eignast slíkan. En svona er þetta. Einokunaraðili með vinsæla vöru trekkir að. Það þarf auðvitað ekki endilega að vera að eitthvert tásunudd sé í gangi þegar einokunarverslun ríkisins velur sér staðsetningu. En það breytir því ekki að niðurstaðan, sama hver hún verður, gefur sumum verslunum og verslunarkeðjum ákveðið forskot. Auðvitað er það styrkur Kringlunnar og Smáralindar að þessar miðstöðvar eru með vínbúðir. Auðvitað yrði það mikið högg fyrir Fjörðinn í Hafnarfirði ef ríkið færi þaðan. Og auðvitað glæðir ekki beint verslun í Grafarvogi, í Garðabæ eða á Álftanesi að þar sé hvergi hægt að kaupa rauðvín fyrir matarboðið eða bjór fyrir Eurovision-partíið.Þú keyrir – við spörum Þetta er ekki heilbrigt umhverfi. Segjum að einhverjir ætli sér að opna verslunarmiðstöð í samkeppni við Kringluna eða Smáralind. Auðvitað vilja menn þá að viðskiptavinir verslunarmiðstöðvarinnar geti gert öll sín matarinnkaup þar inni, án þess að fara annað. Hvað þarf þá að gera? Tuða í opinberri stofnun? Krefjast pólitískra afskipta kjörinna fulltrúa? Búið er að loka ríkinu í Grafarvogi og í Garðabæ. Það er skýrt út með rökum sem hljóma eins og markaðsrök. En auðvitað eru alveg markaðsforsendur til að selja áfengi á þessum stöðum. Einokunaraðilar munu hins vegar alltaf hafa ákveðinn hag af því að lækka eigin dreifingarkostnað með því að láta kúnnana einfaldlega keyra lengur eftir vörunni. Hvað ætlar kúnninn svo sem að gera. Fara annað? Bara ef aðrir hugsuðu svona: „Tekist hefur að fækka pizza-stöðunum á höfuðborgarsvæðinu niður í tvo.“Slappt úti á landi Í mörg ár hefur ÁTVR haldið uppi mjög slappri þjónustu utan höfuðborgarinnar. Lengi vel voru gjarnan margir klukkutímar í bíl í næstu áfengisverslun. Nú eru búðirnar ögn fleiri en kortið blekkir samt dálítið. Í fjölmörgum þessara verslana er algengur opnunartími… klukkustund á dag. Og úrvalið svipað og í danskri sjoppu. Það er reyndar eitt stórundarlegt við viðhorf margra til einokunarverslunarinnar. Eitt væri að hafa þá afstöðu að áfengið sé stórhættuleg vara sem eigi ekki að vera í góðri dreifingu. En margir virðast hafa sannfærst um að þessi slappa dreifing sem boðið er upp á sé í raun alveg frábær. Víða má heyra þær áhyggjur að frjáls sala áfengis muni gera aðgengið úti á landi verra! Á Seyðisfirði er nú hægt að kaupa bjór í klukkutíma á dag fjóra daga vikunnar en opið er aðeins lengur á föstudögum. Trúið mér, þessi tími mun ekki styttast við það að ríkiseinokun á áfengi verði aflétt. Né heldur mun úrvalið versna. Eins og ég rakti í nýlegum pistli mínum „Selfoss og Maribo“ bendir margt til að vínúrvalið í íslenskum bæjum sé töluvert síðra en í dönskum bæjum af sömu stærð.Mun allt hækka? Hvað verðið varðar þá ræðst íslenskt áfengisverð auðvitað að mestu af löggjöf. En reynslan sýnir raunar að bjór og vín eru vörur sem fólk hefur gjarnan talsvert góða verðtilfinningu fyrir. Það yrði því erfiðara fyrir kaupmenn að „okra“ á þessum vörum en til dæmis á pestókrukkum. Lágvörukeðjur myndu hafa svipað verð á áfengi á SV-horninu og annars staðar. Í minni verslunum yrði það líklegast dýrara hvort sem það væri úti á landi eða á þéttbýlisstöðum en aftur á móti myndi þetta styrkja rekstur slíkra verslana. Minni verslanir þrífast mun betur í löndum þar sem kaupmenn mega selja fólki bjór. ÁTVR getur ekki haldið uppi vínsölu í 6. stærsta sveitarfélagi landsins. Víða úti á landi eru áfengisbúðirnar opnar 6 tíma í viku. Menn geta auðvitað haft þá afstöðu að áfengi sé stórhættuleg vara sem eigi að dreifa illa. En óttinn um að dreifingin, hvort sem það er úti á landi eða á SV-horninu, myndi versna ef vínsala yrði gefin frjáls er ástæðulaus. Kaupmenn kunna alveg að selja hluti.