Gaf Kasparov skartgrip Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2014 09:00 Vel fór á með Garry Kasparov og Jóhannesi. Mynd/Einkasafn „Ég kannast við fólk í Skáksambandi Íslands og fékk að hitta á kallinn. Hann valdi sér hring sem ég gaf honum ásamt lyklakippu úr silfri með mynd af gömlu Íslandskorti,“ segir gullsmiðurinn Jóhannes Ottósson, maðurinn á bak við skartgripamerkið NOX. Hann gaf skákmeistaranum Garry Kasparov hönnun sína enda hefur hann ávallt borið virðingu fyrir honum. „Ég átti ekki margar hetjur þegar ég var yngri en þetta er eitt af nöfnunum sem ég þekkti. Ég er ekkert á kafi í skák en ég hef fylgst með honum reglulega í gegnum tíðina. Hann flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum og getur aldrei snúið aftur heim til Rússlands þannig að hann er pólitískur flóttamaður. Það kemur fyrir marga snillinga þegar þeir opna á sér munninn og grýta sér í kerfið. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, bæði fyrir það sem hann er sem skákmeistari og líka fyrir það sem hann stendur sem aðgerðasinni,“ segir Jóhannes. Hann segir Kasparov hafa viljað fræðast mikið um land og þjóð sem og hringinn sem hann valdi sér sem er innblásinn af íslensku landvættunum. „Hann var mjög hrifinn af sögunni um íslensku landvættirnar og vildi fá útskýringar á hverjum hring. Hann vildi ekki drekann því hann stendur fyrir austur – hann vildi ekkert úr austri. Það endaði á því að hann valdi örninn sem stendur fyrir vestur. Hann var mjög hrifinn af sögu Íslendinga og spurði mikið. Það var skemmtilegt að ræða við hann. Hann var ekki með neina stjörnustæla og gaf sér tíma til að spyrja út í hlutina þótt hann hefði í nægu að snúast.“ John Grant vill ólmur fá að smíða sína eigin skartgripi hjá Jóhannesi einhvern tímann.Aðspurður hvort þeir félagar hafi tekið skák segir Jóhannes það ekki vera. „Ég held að við hefðum ekki þurft að spyrja að leikslokum í þeirri skák,“ segir hann glaður í bragði. Jóhannes hefur líka komist í kynni við tónlistarmanninn og Íslandsvininn John Grant, sem einnig á hring eftir hann. „Ég var rosalega ánægður þegar ég heyrði að hann væri að þvælast á Íslandi. Ég fór út að borða með honum, hann valdi sér hring og síðan hittumst við síðar á tónleikum í Hörpu. Hann er mjög kúl persóna og bað meira að segja um að fá að koma heim á verkstæðið mitt og smíða eitthvað sjálfur,“ segir Jóhannes sem stefnir á að taka hann á orðinu í nánustu framtíð. „Akkúrat í augnablikinu hef ég ekki mikinn tíma til að leika mér á verkstæðinu,“ bætir Jóhannes við, enda nóg að gera hjá honum að undirbúa sýningu á Hönnunarmars sem fer fram í Hörpu síðustu helgina í mars. „Það verður skemmtilegt samspil þar sem 23 til 25 gullsmiðir taka þátt en þeir eru allir í Félagi íslenskra gullsmíða sem er fagfélag. Þar mun ég sýna risastóran módelhlut úr nýju kvenmannslínunni minni Berg. Ég er að klára línuna núna og óvíst hvenær hún fer í sölu en það verður innan skamms. Ég vil að allt sem kemur frá mér sé 110 prósent. Ef ég er ekki ánægður þá verða viðskiptavinir mínir það ekki heldur. HönnunarMars Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
„Ég kannast við fólk í Skáksambandi Íslands og fékk að hitta á kallinn. Hann valdi sér hring sem ég gaf honum ásamt lyklakippu úr silfri með mynd af gömlu Íslandskorti,“ segir gullsmiðurinn Jóhannes Ottósson, maðurinn á bak við skartgripamerkið NOX. Hann gaf skákmeistaranum Garry Kasparov hönnun sína enda hefur hann ávallt borið virðingu fyrir honum. „Ég átti ekki margar hetjur þegar ég var yngri en þetta er eitt af nöfnunum sem ég þekkti. Ég er ekkert á kafi í skák en ég hef fylgst með honum reglulega í gegnum tíðina. Hann flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum og getur aldrei snúið aftur heim til Rússlands þannig að hann er pólitískur flóttamaður. Það kemur fyrir marga snillinga þegar þeir opna á sér munninn og grýta sér í kerfið. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, bæði fyrir það sem hann er sem skákmeistari og líka fyrir það sem hann stendur sem aðgerðasinni,“ segir Jóhannes. Hann segir Kasparov hafa viljað fræðast mikið um land og þjóð sem og hringinn sem hann valdi sér sem er innblásinn af íslensku landvættunum. „Hann var mjög hrifinn af sögunni um íslensku landvættirnar og vildi fá útskýringar á hverjum hring. Hann vildi ekki drekann því hann stendur fyrir austur – hann vildi ekkert úr austri. Það endaði á því að hann valdi örninn sem stendur fyrir vestur. Hann var mjög hrifinn af sögu Íslendinga og spurði mikið. Það var skemmtilegt að ræða við hann. Hann var ekki með neina stjörnustæla og gaf sér tíma til að spyrja út í hlutina þótt hann hefði í nægu að snúast.“ John Grant vill ólmur fá að smíða sína eigin skartgripi hjá Jóhannesi einhvern tímann.Aðspurður hvort þeir félagar hafi tekið skák segir Jóhannes það ekki vera. „Ég held að við hefðum ekki þurft að spyrja að leikslokum í þeirri skák,“ segir hann glaður í bragði. Jóhannes hefur líka komist í kynni við tónlistarmanninn og Íslandsvininn John Grant, sem einnig á hring eftir hann. „Ég var rosalega ánægður þegar ég heyrði að hann væri að þvælast á Íslandi. Ég fór út að borða með honum, hann valdi sér hring og síðan hittumst við síðar á tónleikum í Hörpu. Hann er mjög kúl persóna og bað meira að segja um að fá að koma heim á verkstæðið mitt og smíða eitthvað sjálfur,“ segir Jóhannes sem stefnir á að taka hann á orðinu í nánustu framtíð. „Akkúrat í augnablikinu hef ég ekki mikinn tíma til að leika mér á verkstæðinu,“ bætir Jóhannes við, enda nóg að gera hjá honum að undirbúa sýningu á Hönnunarmars sem fer fram í Hörpu síðustu helgina í mars. „Það verður skemmtilegt samspil þar sem 23 til 25 gullsmiðir taka þátt en þeir eru allir í Félagi íslenskra gullsmíða sem er fagfélag. Þar mun ég sýna risastóran módelhlut úr nýju kvenmannslínunni minni Berg. Ég er að klára línuna núna og óvíst hvenær hún fer í sölu en það verður innan skamms. Ég vil að allt sem kemur frá mér sé 110 prósent. Ef ég er ekki ánægður þá verða viðskiptavinir mínir það ekki heldur.
HönnunarMars Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira