Breyttu gallajakkanum í anda Kendall Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2014 13:30 Kendall hefur setið mikið fyrir upp á síðkastið og gekk meðal annars tískupallana fyrir Chanel og Givenchy á nýafstaðinni tískuviku í París. Fyrirsætan Kendall Jenner er á hraðri uppleið í tískubransanum en hún er hálfsystir Kardashian-systranna Khloé, Kim og Kourtney. Kendall spókaði sig í Beverly Hills fyrir stuttu í reffilegum gallajakka sem var ansi snjáður og með götum á olnbogunum. Lítið mál er að breyta gömlum eða nýjum gallajakka til að líkjast þeim sem Kendall er í á meðfylgjandi mynd og er flíkin tilvalin fyrir sumarið – ef það kemur einhvern tímann. 1. Teiknið göt sem ykkur finnst passleg á olnbogasvæði gallajakkans með hvítri krít. 2. Takið ykkur skæri í hönd og klippið eftir krítarlínunum. 3. Togið í hvítu þræðina sem liggja lárétt við sárið. Hægt er að nota nál til að losa þá ef þeir eru of þéttir. Stærð gatsins verður meiri eftir því sem togað er í fleiri þræði. 4. Takið bláu þræðina sem liggja lóðrétt við sárið úr gatinu þannig að þeir séu áberandi. Gott er að nota plokkara eða flísatöng við þann verknað. 5. Takið rifjárn eða sandpappír og farið yfir vasa, hálsmál og ermalíninguna á jakkanum. Þá virðist hann notaður. 6. Dýfið svampi í bleikiefni og nuddið því varlega í kringum götin á jakkanum. 7. Setjið jakkann í þvottavél. Þvotturinn mun valda enn meiri trosnun í jakkanum. 8. Leyfið jakkanum að þorna og skellið ykkur út til að sýna ykkur og sjá aðra! Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Fyrirsætan Kendall Jenner er á hraðri uppleið í tískubransanum en hún er hálfsystir Kardashian-systranna Khloé, Kim og Kourtney. Kendall spókaði sig í Beverly Hills fyrir stuttu í reffilegum gallajakka sem var ansi snjáður og með götum á olnbogunum. Lítið mál er að breyta gömlum eða nýjum gallajakka til að líkjast þeim sem Kendall er í á meðfylgjandi mynd og er flíkin tilvalin fyrir sumarið – ef það kemur einhvern tímann. 1. Teiknið göt sem ykkur finnst passleg á olnbogasvæði gallajakkans með hvítri krít. 2. Takið ykkur skæri í hönd og klippið eftir krítarlínunum. 3. Togið í hvítu þræðina sem liggja lárétt við sárið. Hægt er að nota nál til að losa þá ef þeir eru of þéttir. Stærð gatsins verður meiri eftir því sem togað er í fleiri þræði. 4. Takið bláu þræðina sem liggja lóðrétt við sárið úr gatinu þannig að þeir séu áberandi. Gott er að nota plokkara eða flísatöng við þann verknað. 5. Takið rifjárn eða sandpappír og farið yfir vasa, hálsmál og ermalíninguna á jakkanum. Þá virðist hann notaður. 6. Dýfið svampi í bleikiefni og nuddið því varlega í kringum götin á jakkanum. 7. Setjið jakkann í þvottavél. Þvotturinn mun valda enn meiri trosnun í jakkanum. 8. Leyfið jakkanum að þorna og skellið ykkur út til að sýna ykkur og sjá aðra!
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira