Milljarðamæringar í músíkbransanum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2014 10:00 Billboard hefur tekið saman lista yfir þá tónlistarmenn sem öfluðu mestra tekna á síðasta ári. Viss kántríslagsíða er á listanum en þrír listamenn úr þeim geira komast inn á topp tíu listann. Það slær samt enginn kántríprinsessuna Taylor Swift út sem trónir á toppnum. Þá skipar verðandi Íslandsvinurinn Justin Timberlake þriðja sætið með tekjur uppá 3,5 milljarða króna á árinu 2013.1. Taylor SwiftTekjur: $39,7 milljónir eða 4,5 milljarðar kr. Poppsöngkonan Taylor Swift er aðeins 23ja ára gömul en náði að rústa samkeppninni á síðasta ári. Hún hefur skapað sér tekjur ekki aðeins með plötusölu heldur einnig með ýmiss konar vörum og auglýsingasamningum. Á lista Billboard yfir mest seldu plöturnar er hún í áttunda sæti en nær í sjötta sæti á stafræna listanum enda var efni hennar hlaðið niður tæplega tíu milljón sinnum árið 2013. Söngkonan er líka framar öllum þegar kemur að tónleikaferðalögum og er áætlað að RED-tónleikaferðalag hennar hafi halað inn um þrjátíu milljónir dollara. Í tengslum við tónleikaferðalagið gerði hún samninga við vörumerkin Keds, Elizabeth Arden og Diet Coke en ekki liggur fyrir hve miklu þeir samningar skiluðu.2. Kenny ChesneyTekjur: $33 milljónir eða 3,7 milljarðar kr. Kenny er í öðru sæti yfir þá kántrísöngvara sem hafa náð lögum í toppsæti á Billboard 200-listanum en í fyrsta sæti er sjálfur Garth Brooks. Hann gaf út plötuna Life on a Rock í fyrra og náði að halda sinni stöðu sem konungur tónleikaferðalaganna þegar hann náði því að að spila fyrir meira en milljón áhorfendur, tíunda tónleikaferðalagið í röð.3. Justin TimberlakeTekjur: $31,5 milljónir eða 3,5 milljarðar kr. Justin kom tvíefldur inn á sjónarsviðið í fyrra eftir sjö ára hlé í tónlistarbransanum. Hann gaf út sína fyrstu plötu síðan árið 2006, The 20/20 Experience og hefur verið öflugur á tónleikaferðalagi sem endar eins og margir vita hér á Íslandi næsta sumar. Á síðasta ári skemmti hann fyrir tæplega eina milljón áhorfenda á 39 tónleikum og skilaði tónleikahaldið um 43 milljónum dollara í kassann. Lagið Suit & Tie fékk mesta spilun á fyrstu viku sinni í loftinu í sögu Billboard 40-listans yfir tónlist sem höfðar til fjöldans.4. Bon JoviTekjur: $29,4 milljónir eða 3,3 milljarðar kr. Hljómsveitin fór í tónleikaferðalagið Because We Can í fyrra og varð það ferðalagið á síðasta ári sem skilaði mestum hagnaði allra slíkra tónleikaferða. Bandið gaf út plötuna What About Now og fór hún í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum. Þá var lögunum þeirra hlaðið rúmlega 1,5 milljón sinnum. Áætlað að aðdáendur sveitarinnar kaupi vörur tengdar tónlistinni fyrir tvær milljónir dollara á ári á netinu, um 225 milljónir króna.5. The Rolling StonesTekjur: $26,2 milljónir eða 3 milljarðar kr. Lengi lifir í gömlum glæðum og náðu gömlu brýnin í The Rolling Stones að hala inn um áttatíu milljónir dollara, um níu milljarða króna, á fimmtán tónleikum um Norður-Ameríku til að fagna fimmtíu ára afmæli sveitarinnar. Þá bættu þeir nokkrum nýjum lögum við smellapakkann sinn Grrr! en hann hefur selst í tæplega þrjú hundruð þúsund eintökum og verið hlaðið niður 1,5 milljón sinnum. Erfitt að toppa það!6. BeyoncéTekjur: $24,4 milljónir eða 2,8 milljarðar kr. Tónlistarkonan kom öllum á óvart þegar hún gaf út fimmtu stúdíóplötu sína á iTunes en hún fór strax í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum og seldist í 617 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Tónleikaferðalagið hennar, Mrs. Carter Show, komst á áttunda sætið yfir 25 arðvænlegustu ferðalögin hjá Billobard og hlotnaðist Beyoncé sá heiður að skemmta í hálfleik Super Bowl-leiksins.7. Maroon 5Tekjur: $22,3 milljónir eða 2,5 milljarðar kr. Bróðurpartur tekna sveitarinnar kemur úr tónleikaferðalögum, eða 17,6 milljónir dollara, tæplega tveir milljarðar króna. Lagið Payphone náði öðru sæti á Billboard Hot 100-listanum en lagið One More Night var á toppi listans í níu vikur í röð. Er plötusala þeirra á síðasta ári metin á 1,4 milljónir dollara, tæplega 160 milljónir króna.8. Luke BryanTekjur: $22,1 milljónir eða 2,5 milljarðar kr. Luke er ein skærasta stjarnan í kántríheiminum og hefur selt um 2,7 milljónir platna og 7,6 milljónir laga á netinu. Þá græddi hann 15,4 milljónir dollara á tónleikaferðalagi sínu í fyrra, rúmlega 1,7 milljarða króna og var fenginn til að vera meðkynnir á kántrítónlistarverðlaununum.9. PinkTekjur: $20,1 milljónir eða 2,3 milljarðar kr. Pink fór í tónleikaferðalag um heiminn og afrekaði það að selja upp á átján tónleika í röð í Melbourne í Ástralíu. Hennar helsti smellur, Just Give Me a Reason með Nate Ruess, fleytti henni langt í plötusölu og náði á topp Billboard Hot 100-listans.10. Fleetwood MacTekjur: $19,1 milljónir eða 2,2 milljarðar kr. Meirihluti tekna sveitarinnar skapaðist vegna tónleikaferðalags þeirra en hljómsveitin spilaði í 34 borgum víðs vegar um heiminn. Þá gaf sveitin út sína fyrstu stúdíóplötu í áratug, Extended Play, sem náði 48. sætinu á Billboard 200-listanum. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Billboard hefur tekið saman lista yfir þá tónlistarmenn sem öfluðu mestra tekna á síðasta ári. Viss kántríslagsíða er á listanum en þrír listamenn úr þeim geira komast inn á topp tíu listann. Það slær samt enginn kántríprinsessuna Taylor Swift út sem trónir á toppnum. Þá skipar verðandi Íslandsvinurinn Justin Timberlake þriðja sætið með tekjur uppá 3,5 milljarða króna á árinu 2013.1. Taylor SwiftTekjur: $39,7 milljónir eða 4,5 milljarðar kr. Poppsöngkonan Taylor Swift er aðeins 23ja ára gömul en náði að rústa samkeppninni á síðasta ári. Hún hefur skapað sér tekjur ekki aðeins með plötusölu heldur einnig með ýmiss konar vörum og auglýsingasamningum. Á lista Billboard yfir mest seldu plöturnar er hún í áttunda sæti en nær í sjötta sæti á stafræna listanum enda var efni hennar hlaðið niður tæplega tíu milljón sinnum árið 2013. Söngkonan er líka framar öllum þegar kemur að tónleikaferðalögum og er áætlað að RED-tónleikaferðalag hennar hafi halað inn um þrjátíu milljónir dollara. Í tengslum við tónleikaferðalagið gerði hún samninga við vörumerkin Keds, Elizabeth Arden og Diet Coke en ekki liggur fyrir hve miklu þeir samningar skiluðu.2. Kenny ChesneyTekjur: $33 milljónir eða 3,7 milljarðar kr. Kenny er í öðru sæti yfir þá kántrísöngvara sem hafa náð lögum í toppsæti á Billboard 200-listanum en í fyrsta sæti er sjálfur Garth Brooks. Hann gaf út plötuna Life on a Rock í fyrra og náði að halda sinni stöðu sem konungur tónleikaferðalaganna þegar hann náði því að að spila fyrir meira en milljón áhorfendur, tíunda tónleikaferðalagið í röð.3. Justin TimberlakeTekjur: $31,5 milljónir eða 3,5 milljarðar kr. Justin kom tvíefldur inn á sjónarsviðið í fyrra eftir sjö ára hlé í tónlistarbransanum. Hann gaf út sína fyrstu plötu síðan árið 2006, The 20/20 Experience og hefur verið öflugur á tónleikaferðalagi sem endar eins og margir vita hér á Íslandi næsta sumar. Á síðasta ári skemmti hann fyrir tæplega eina milljón áhorfenda á 39 tónleikum og skilaði tónleikahaldið um 43 milljónum dollara í kassann. Lagið Suit & Tie fékk mesta spilun á fyrstu viku sinni í loftinu í sögu Billboard 40-listans yfir tónlist sem höfðar til fjöldans.4. Bon JoviTekjur: $29,4 milljónir eða 3,3 milljarðar kr. Hljómsveitin fór í tónleikaferðalagið Because We Can í fyrra og varð það ferðalagið á síðasta ári sem skilaði mestum hagnaði allra slíkra tónleikaferða. Bandið gaf út plötuna What About Now og fór hún í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum. Þá var lögunum þeirra hlaðið rúmlega 1,5 milljón sinnum. Áætlað að aðdáendur sveitarinnar kaupi vörur tengdar tónlistinni fyrir tvær milljónir dollara á ári á netinu, um 225 milljónir króna.5. The Rolling StonesTekjur: $26,2 milljónir eða 3 milljarðar kr. Lengi lifir í gömlum glæðum og náðu gömlu brýnin í The Rolling Stones að hala inn um áttatíu milljónir dollara, um níu milljarða króna, á fimmtán tónleikum um Norður-Ameríku til að fagna fimmtíu ára afmæli sveitarinnar. Þá bættu þeir nokkrum nýjum lögum við smellapakkann sinn Grrr! en hann hefur selst í tæplega þrjú hundruð þúsund eintökum og verið hlaðið niður 1,5 milljón sinnum. Erfitt að toppa það!6. BeyoncéTekjur: $24,4 milljónir eða 2,8 milljarðar kr. Tónlistarkonan kom öllum á óvart þegar hún gaf út fimmtu stúdíóplötu sína á iTunes en hún fór strax í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum og seldist í 617 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Tónleikaferðalagið hennar, Mrs. Carter Show, komst á áttunda sætið yfir 25 arðvænlegustu ferðalögin hjá Billobard og hlotnaðist Beyoncé sá heiður að skemmta í hálfleik Super Bowl-leiksins.7. Maroon 5Tekjur: $22,3 milljónir eða 2,5 milljarðar kr. Bróðurpartur tekna sveitarinnar kemur úr tónleikaferðalögum, eða 17,6 milljónir dollara, tæplega tveir milljarðar króna. Lagið Payphone náði öðru sæti á Billboard Hot 100-listanum en lagið One More Night var á toppi listans í níu vikur í röð. Er plötusala þeirra á síðasta ári metin á 1,4 milljónir dollara, tæplega 160 milljónir króna.8. Luke BryanTekjur: $22,1 milljónir eða 2,5 milljarðar kr. Luke er ein skærasta stjarnan í kántríheiminum og hefur selt um 2,7 milljónir platna og 7,6 milljónir laga á netinu. Þá græddi hann 15,4 milljónir dollara á tónleikaferðalagi sínu í fyrra, rúmlega 1,7 milljarða króna og var fenginn til að vera meðkynnir á kántrítónlistarverðlaununum.9. PinkTekjur: $20,1 milljónir eða 2,3 milljarðar kr. Pink fór í tónleikaferðalag um heiminn og afrekaði það að selja upp á átján tónleika í röð í Melbourne í Ástralíu. Hennar helsti smellur, Just Give Me a Reason með Nate Ruess, fleytti henni langt í plötusölu og náði á topp Billboard Hot 100-listans.10. Fleetwood MacTekjur: $19,1 milljónir eða 2,2 milljarðar kr. Meirihluti tekna sveitarinnar skapaðist vegna tónleikaferðalags þeirra en hljómsveitin spilaði í 34 borgum víðs vegar um heiminn. Þá gaf sveitin út sína fyrstu stúdíóplötu í áratug, Extended Play, sem náði 48. sætinu á Billboard 200-listanum.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira