Litafræði kynjanna Álfrún Pálsdóttir skrifar 11. mars 2014 12:15 Ég fékk hressandi áminningu í vikunni þegar ég var í þeim hversdagslegu erindagjörðum að kaupa útigalla á einkasoninn. Afgreiðslukonan tilkynnti mér að gallinn væri því miður uppseldur í þessum fagurbláa lit sem ég girntist en að hún ætti hins vegar rauðan í þeirri stærð sem ég var að leita að. Í nokkrar sekúndur varð ég svekkt og byrjuð að spá í öðrum göllum sem væru við hæfi fyrir einkasoninn. Á leið minni út úr búðinni rankaði ég hins vegar við mér. Ánþess að blikna hafði ég dottið ofan í hina kynjaskiptu litafræðigryfju. Blátt fyrir stráka og bleikt fyrir stelpur. Gryfjuna sem ég hef mjög meðvitað reynt að forðast á mínum sex ára ferli sem foreldri. Ég veit ekki hvers vegna mér fannst allt í einu ekki við hæfi að drengurinn fengi galla í rauðum lit. Vegna þess að það er stelpulitur, innan gæsalappa? Ókunnugir gæti haldið að hann, svona hárlaus með bollukinnar, væri stelpa. Og hvað með það? Ég varð í alvörunni miður mín að koma upp um sjálfa mig á þennan máta og keypti því blessaða hárauða gallann sem fer stráknum bara vel þó ég segi sjálf frá. Stór partur af þessu blessaða foreldrahlutverki er að detta ekki í gryfjurnar, vera fyrirmynd og halda endalausum möguleikum lífsins opnum fyrir ungunum sem eru óskrifað blað. En það þýðir líka að kunna að sleppa hendinni og gefa eftir þegar sjálfstæður viljinn er farinn að láta á sér kræla. Að ýta frekar undir sjálfstæðið þó að það sé á skjön við eigin hugmyndafræði. Heimasætan er stundum nefnd Bára bleika vegna ástar sinnar á litnum sem er ekki í uppáhaldi hjá móðurinni. Prinsessur eru henni afar hugleiknar og hið femíníska hjarta móðurinnar verður bara að kyngja því. Það er líka margt verra en að vera prinsessa í þessum heimi, ehemm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég fékk hressandi áminningu í vikunni þegar ég var í þeim hversdagslegu erindagjörðum að kaupa útigalla á einkasoninn. Afgreiðslukonan tilkynnti mér að gallinn væri því miður uppseldur í þessum fagurbláa lit sem ég girntist en að hún ætti hins vegar rauðan í þeirri stærð sem ég var að leita að. Í nokkrar sekúndur varð ég svekkt og byrjuð að spá í öðrum göllum sem væru við hæfi fyrir einkasoninn. Á leið minni út úr búðinni rankaði ég hins vegar við mér. Ánþess að blikna hafði ég dottið ofan í hina kynjaskiptu litafræðigryfju. Blátt fyrir stráka og bleikt fyrir stelpur. Gryfjuna sem ég hef mjög meðvitað reynt að forðast á mínum sex ára ferli sem foreldri. Ég veit ekki hvers vegna mér fannst allt í einu ekki við hæfi að drengurinn fengi galla í rauðum lit. Vegna þess að það er stelpulitur, innan gæsalappa? Ókunnugir gæti haldið að hann, svona hárlaus með bollukinnar, væri stelpa. Og hvað með það? Ég varð í alvörunni miður mín að koma upp um sjálfa mig á þennan máta og keypti því blessaða hárauða gallann sem fer stráknum bara vel þó ég segi sjálf frá. Stór partur af þessu blessaða foreldrahlutverki er að detta ekki í gryfjurnar, vera fyrirmynd og halda endalausum möguleikum lífsins opnum fyrir ungunum sem eru óskrifað blað. En það þýðir líka að kunna að sleppa hendinni og gefa eftir þegar sjálfstæður viljinn er farinn að láta á sér kræla. Að ýta frekar undir sjálfstæðið þó að það sé á skjön við eigin hugmyndafræði. Heimasætan er stundum nefnd Bára bleika vegna ástar sinnar á litnum sem er ekki í uppáhaldi hjá móðurinni. Prinsessur eru henni afar hugleiknar og hið femíníska hjarta móðurinnar verður bara að kyngja því. Það er líka margt verra en að vera prinsessa í þessum heimi, ehemm.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun