Promise heaven Guðmundur Andri Thorsson skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Við fáum víst ekki að „kíkja í pakkann“. Það verður ekki einu sinni neinn pakki. Nei nei, krakkar mínir, við ætlum bara að gefa ykkur heimatilbúnar gjafir í ár, sem þið eigið að búa til handa hvert öðru … Og af hverju fáum við ekki að kíkja í pakkann? Á því er í rauninni bara ein skýring: það er ekki óhætt; innihald hans verður of gott. Hætta er á því að í framhaldinu muni þjóðin greiða atkvæði með fullri aðild að ESB. Stjórnvöld hóta því meira að segja að senda sína stækustu aðildarandstæðinga út til að ná fram sem verstri niðurstöðu, yrði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu að ljúka viðræðum. Hvað varðar þá um þjóðarhag sem sjálfir eiga milljarða í erlendum bönkum?Ich suis en European Þetta var annars meiri vikan hjá Framsókn: hófst með ógleymanlegri framgöngu forsætisráðherra í þætti Gísla Marteins og endaði með ummælum Vigdísar Hauksdóttur um að í Evrópu ríkti hungursneyð og að Malta hefði sömu stöðu og Vestmannaeyjar hjá okkur í einhverju ríki sem hún gat þó ekki tilgreint. Margt fólk hefur raunar mótmælt þessum staðhæfingum Vigdísar sem forsætisráðherra telur væntanlega til marks um að hún hafi rétt fyrir sér, samkvæmt þeirri rökvísi sem við erum farin að þekkja úr þeirri áttinni. Í miðri vikunni lét utanríkisráðherrann, Gunnar Bragi Sveinsson, á sér skilja að Evrópusambandið beri meginábyrgð á ástandinu í Úkraínu með því að setja „of mikinn þrýsting“ á stjórnvöld þar í landi, tók sér þannig stöðu með afturhaldsöflunum og Pútín, og hafa önnur eins endemi ekki gerst síðan Halldór og Davíð gerðu okkur að innrásarþjóð í Írak. Gunnar Bragi fylltist svo um síðir veglyndi og víðsýni í lok umræðna og sagði að við Íslendingar hygðumst eiga góð samskipti við „þá þarna úti í Evrópu“. Svona hugsar hann. Í fyrsta lagi að það séu eintómir karlmenn – einhverjir „þeir“ – sem við sé að eiga í Evrópu; í öðru lagi að Evrópusambandslöndin séu ein heild og undir stjórn „þeirra“ í Brussel fremur en samráðsvettvangur ólíkra ríkja og aðferð við að skera úr ágreiningi og smíða sanngjarnar leikreglur; og í þriðja lagi: að Evrópa sé „þarna úti“. Það er hún ekki: Hún er hér. Evrópa er ekki einungis langsamlega stærsti markaður okkar heldur er íslenska þjóðin Evrópuþjóð, sögulega og menningarlega. Við búum ekki í tómarúmi. Við erum fjarri því að vera „fullvalda“; fullveldi okkar er alltaf takmarkað af samskiptum okkar við aðrar þjóðir, möguleikum okkar, skyldum og almennum leikreglum, rétt eins og sérhver einstaklingur gerir aldrei bara það sem honum sýnist. Og regluverk okkar kemur að stórum hluta frá Evrópu án þess að við höfum um það að segja og án þess að framsóknarmenn geri athugasemdir við það. Þeim mun óskiljanlegra er Evrópuhatur þeirra.Loforð í vafningum Meiri vikan hjá Framsókn. Hjá íhaldinu byrjaði hún hins vegar nokkuð vel: eftir viðtalið við Sigmund Davíð fannst öllum sem Bjarni Benediktsson væri helsti stjórnvitringur þessa lands. En svo fór hann að tala, og svo sem eftir öðru í samskiptum hans og Sigmundar Davíðs að hann sitji með Svarta Péturinn í vikulok. Fyrst reyndi hann að útskýra fyrir okkur hvernig það að auglýsa stöðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra væri ekki til marks um vantraust í hans garð – „þvert á móti“ og svo runnu upp úr honum vífilengjurnar og orðavafningarnir svo að maður heyrði að meira að segja honum sjálfum ofbauð þvælan sem hlykkjaðist upp úr honum í vafningum. Og enn bætti hann um betur þegar hann fór að útskýra fyrir okkur að það væri „viss ómöguleiki til staðar“ í því að standa við loforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu. Til að auka nýjum vafningum við var svo sendur á vettvang Birgir Ármannsson sem sagði um kosningaloforðin að „þau hefði átt að orða með öðrum hætti“. Lögfræðingurinn sem er alla jafnan meistari orðhengilsháttarins getur ekki betur: orð hans eru öll í henglum. Kannski hefur fólk ekki áhyggjur af þessu upp til hópa. Kannanir sýna að minnihluti landsmanna vill að Íslendingar gangi í Evrópusambandið þó að meirihlutinn vilji auðvitað að aðildarviðræður verði kláraðar svo að hægt sé að fá að vita í hverju aðild felst frá einhverjum öðrum en Vigdísi Hauksdóttur sem segir okkur að í Evrópu ríki hungursneyð. Það er ekki gott að vita hvernig býflugur hugsa, eins og segir í Bangsímon. En þessir kjósendur þurfa þó að hugleiða þetta: þessar efndir á gefnum loforðum sýna okkur hvers konar manneskjur ráðamenn þjóðarinnar eru. Og hvers er að vænta um efndir annarra loforða sem þessum kjósendum kann að vera meira annt um? Kosningaloforð eru eins og lántaka (eins og erlend fjárfesting sem SDG benti okkur á). Og eins og auðmennirnir ungu sem stjórna landinu vita vel eru ýmsar leiðir til þess að komast undan því að greiða af lánum sínum. Ekki mun síst vinsælt að stofna eignarhaldsfélög með fyndnum nöfnum – og púff! – skuldirnar hverfa í Money heaven. Eitthvað svipað gerist nú: Þegar foringjar Sjálfstæðisflokksins eru krafðir skýringa á svikum sínum fara þeir strax að hljóma óskiljanlega; tala um „ómöguleika“, útskýra að hér séu ekki „slit“ heldur sé verið að „draga umsókn til baka“, fimbulfamba um hvernig „varanleg sérlausn“ getur ekki verið það sama og „undanþága“. Það er verið að búa til orðavafninga þar sem ætlunin er greinilega að skilja loforðin eftir. Og púff! – loforðin hverfa í Promise heaven. Eða hvað? Kjósendur eru hér lánardrottnar. Þeir eru kröfuhafar. Ætla þeir að rukka, svona einu sinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Við fáum víst ekki að „kíkja í pakkann“. Það verður ekki einu sinni neinn pakki. Nei nei, krakkar mínir, við ætlum bara að gefa ykkur heimatilbúnar gjafir í ár, sem þið eigið að búa til handa hvert öðru … Og af hverju fáum við ekki að kíkja í pakkann? Á því er í rauninni bara ein skýring: það er ekki óhætt; innihald hans verður of gott. Hætta er á því að í framhaldinu muni þjóðin greiða atkvæði með fullri aðild að ESB. Stjórnvöld hóta því meira að segja að senda sína stækustu aðildarandstæðinga út til að ná fram sem verstri niðurstöðu, yrði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu að ljúka viðræðum. Hvað varðar þá um þjóðarhag sem sjálfir eiga milljarða í erlendum bönkum?Ich suis en European Þetta var annars meiri vikan hjá Framsókn: hófst með ógleymanlegri framgöngu forsætisráðherra í þætti Gísla Marteins og endaði með ummælum Vigdísar Hauksdóttur um að í Evrópu ríkti hungursneyð og að Malta hefði sömu stöðu og Vestmannaeyjar hjá okkur í einhverju ríki sem hún gat þó ekki tilgreint. Margt fólk hefur raunar mótmælt þessum staðhæfingum Vigdísar sem forsætisráðherra telur væntanlega til marks um að hún hafi rétt fyrir sér, samkvæmt þeirri rökvísi sem við erum farin að þekkja úr þeirri áttinni. Í miðri vikunni lét utanríkisráðherrann, Gunnar Bragi Sveinsson, á sér skilja að Evrópusambandið beri meginábyrgð á ástandinu í Úkraínu með því að setja „of mikinn þrýsting“ á stjórnvöld þar í landi, tók sér þannig stöðu með afturhaldsöflunum og Pútín, og hafa önnur eins endemi ekki gerst síðan Halldór og Davíð gerðu okkur að innrásarþjóð í Írak. Gunnar Bragi fylltist svo um síðir veglyndi og víðsýni í lok umræðna og sagði að við Íslendingar hygðumst eiga góð samskipti við „þá þarna úti í Evrópu“. Svona hugsar hann. Í fyrsta lagi að það séu eintómir karlmenn – einhverjir „þeir“ – sem við sé að eiga í Evrópu; í öðru lagi að Evrópusambandslöndin séu ein heild og undir stjórn „þeirra“ í Brussel fremur en samráðsvettvangur ólíkra ríkja og aðferð við að skera úr ágreiningi og smíða sanngjarnar leikreglur; og í þriðja lagi: að Evrópa sé „þarna úti“. Það er hún ekki: Hún er hér. Evrópa er ekki einungis langsamlega stærsti markaður okkar heldur er íslenska þjóðin Evrópuþjóð, sögulega og menningarlega. Við búum ekki í tómarúmi. Við erum fjarri því að vera „fullvalda“; fullveldi okkar er alltaf takmarkað af samskiptum okkar við aðrar þjóðir, möguleikum okkar, skyldum og almennum leikreglum, rétt eins og sérhver einstaklingur gerir aldrei bara það sem honum sýnist. Og regluverk okkar kemur að stórum hluta frá Evrópu án þess að við höfum um það að segja og án þess að framsóknarmenn geri athugasemdir við það. Þeim mun óskiljanlegra er Evrópuhatur þeirra.Loforð í vafningum Meiri vikan hjá Framsókn. Hjá íhaldinu byrjaði hún hins vegar nokkuð vel: eftir viðtalið við Sigmund Davíð fannst öllum sem Bjarni Benediktsson væri helsti stjórnvitringur þessa lands. En svo fór hann að tala, og svo sem eftir öðru í samskiptum hans og Sigmundar Davíðs að hann sitji með Svarta Péturinn í vikulok. Fyrst reyndi hann að útskýra fyrir okkur hvernig það að auglýsa stöðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra væri ekki til marks um vantraust í hans garð – „þvert á móti“ og svo runnu upp úr honum vífilengjurnar og orðavafningarnir svo að maður heyrði að meira að segja honum sjálfum ofbauð þvælan sem hlykkjaðist upp úr honum í vafningum. Og enn bætti hann um betur þegar hann fór að útskýra fyrir okkur að það væri „viss ómöguleiki til staðar“ í því að standa við loforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu. Til að auka nýjum vafningum við var svo sendur á vettvang Birgir Ármannsson sem sagði um kosningaloforðin að „þau hefði átt að orða með öðrum hætti“. Lögfræðingurinn sem er alla jafnan meistari orðhengilsháttarins getur ekki betur: orð hans eru öll í henglum. Kannski hefur fólk ekki áhyggjur af þessu upp til hópa. Kannanir sýna að minnihluti landsmanna vill að Íslendingar gangi í Evrópusambandið þó að meirihlutinn vilji auðvitað að aðildarviðræður verði kláraðar svo að hægt sé að fá að vita í hverju aðild felst frá einhverjum öðrum en Vigdísi Hauksdóttur sem segir okkur að í Evrópu ríki hungursneyð. Það er ekki gott að vita hvernig býflugur hugsa, eins og segir í Bangsímon. En þessir kjósendur þurfa þó að hugleiða þetta: þessar efndir á gefnum loforðum sýna okkur hvers konar manneskjur ráðamenn þjóðarinnar eru. Og hvers er að vænta um efndir annarra loforða sem þessum kjósendum kann að vera meira annt um? Kosningaloforð eru eins og lántaka (eins og erlend fjárfesting sem SDG benti okkur á). Og eins og auðmennirnir ungu sem stjórna landinu vita vel eru ýmsar leiðir til þess að komast undan því að greiða af lánum sínum. Ekki mun síst vinsælt að stofna eignarhaldsfélög með fyndnum nöfnum – og púff! – skuldirnar hverfa í Money heaven. Eitthvað svipað gerist nú: Þegar foringjar Sjálfstæðisflokksins eru krafðir skýringa á svikum sínum fara þeir strax að hljóma óskiljanlega; tala um „ómöguleika“, útskýra að hér séu ekki „slit“ heldur sé verið að „draga umsókn til baka“, fimbulfamba um hvernig „varanleg sérlausn“ getur ekki verið það sama og „undanþága“. Það er verið að búa til orðavafninga þar sem ætlunin er greinilega að skilja loforðin eftir. Og púff! – loforðin hverfa í Promise heaven. Eða hvað? Kjósendur eru hér lánardrottnar. Þeir eru kröfuhafar. Ætla þeir að rukka, svona einu sinni?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun