Lífið

Miðasala á RFF hefst í dag

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Sýning fatahönnuðarins Guðmundar Jörundssonar sló í gegn í fyrra.
Sýning fatahönnuðarins Guðmundar Jörundssonar sló í gegn í fyrra.
Miðasala á Reykjavík Fashion Festival hefst í dag en passinn kostar 11.990 kr. Tískuhátíðin fer fram í fimmta sinn samhliða HönnunarMars, dagana 27. til 30. mars í Hörpu.

Átta íslenskir hönnuðir koma til með að sýna á Reykjavík Fashion Festival í ár. Þeir eru  JÖR by Guðmundur Jörundsson, Ella, Farmers Market, Magnea, REY, Ziska, Sigga Maija og Cintamani.



Innifalið í miðaverðinu er númerað sæti á allar átta sýningarnar og gjafapoki frá hátíðinni.



Reykjavík Fashion Festival var stofnað árið 2009. Markmið RFF er að markaðssetja og vekja athygli á íslenskri fatahönnun og þeirri þróun og tækifærum sem í henni felast.

Á meðal erlendra gesta á hátíðinni í fyrra voru Beatrice Luise Graf, tískuritstjóri þýska Vogue, Hermine Coyet Ohlén, ristjóri sænska ELLE, Signy Fardal, ritstjóri norska ELLE, og hinn heimsfrægi tískuljósmyndari Roxanne Lowit svo einhverjir séu nefndir.



Til viðbótar verður samtímis haldin svokölluð Tískuvaka í Reykjavík en hún mun lífga upp á stræti miðborgarinnar með skemmtilegum verslunar- og tískuviðburðum.

Miðasala fer fram á Midi.is og Harpa.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.