Íslenskur fatahönnuður í Salt & Vinegar Magazine. Marín Manda skrifar 21. febrúar 2014 18:30 Ásgrímur Már Friðriksson Vísir/ Vilhelm „Þetta er útskriftarlínan mín frá síðasta vori úr Listaháskólanum en tvisvar á ári fara nokkrir sérvaldir nemendur úr skólanum til Kaupmannhafnar og sýna á tískuvikunni. Þá taka nemendurnir þátt í hönnunarkeppni á vegum Designers Nest ásamt nemendum frá ellefu skólum á Norðurlöndunum. Þar vaknaði einhver áhugi á línunni minni hjá aðilum frá Salt & Vinegar Magazine,“ segir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður þegar hann er spurður út í íslenska tískuþáttinn sem birtist í skoska tískutímaritinu Salt & Vinegar Magazine í vikunni. Flíkurnar vöktu athygli fyrir að vera allar hvítar. „Ég vissi að mig langaði að vinna með hvíta litinn því hann táknar nýtt upphaf og ég var með eins konar endurfæðingarhugmyndir því ég er örlítið „Sci fi“-nörd í mér,“ segir hann hlæjandi. Ásgrímur segist hafa skoðað myndir af albínóum, og þá sérstaklega dýrum, og notað sem innblástur ásamt því að blanda saman hvítum tónum úr alls konar efnum. „Ég bætti inn í línuna vafin hálmstrá til að hafa einhvers konar andstæður svo að línan yrði ekki of hrein og vélræn.“ Ásgrímur Már stefnir á að gera nýja fatalínu með haustinu en hann deilir lokaðri vinnustofu með sjö öðrum upprennandi hönnuðum í miðbænum. Hægt er að skoða hönnun hans nánar á asiceland.com. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þetta er útskriftarlínan mín frá síðasta vori úr Listaháskólanum en tvisvar á ári fara nokkrir sérvaldir nemendur úr skólanum til Kaupmannhafnar og sýna á tískuvikunni. Þá taka nemendurnir þátt í hönnunarkeppni á vegum Designers Nest ásamt nemendum frá ellefu skólum á Norðurlöndunum. Þar vaknaði einhver áhugi á línunni minni hjá aðilum frá Salt & Vinegar Magazine,“ segir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður þegar hann er spurður út í íslenska tískuþáttinn sem birtist í skoska tískutímaritinu Salt & Vinegar Magazine í vikunni. Flíkurnar vöktu athygli fyrir að vera allar hvítar. „Ég vissi að mig langaði að vinna með hvíta litinn því hann táknar nýtt upphaf og ég var með eins konar endurfæðingarhugmyndir því ég er örlítið „Sci fi“-nörd í mér,“ segir hann hlæjandi. Ásgrímur segist hafa skoðað myndir af albínóum, og þá sérstaklega dýrum, og notað sem innblástur ásamt því að blanda saman hvítum tónum úr alls konar efnum. „Ég bætti inn í línuna vafin hálmstrá til að hafa einhvers konar andstæður svo að línan yrði ekki of hrein og vélræn.“ Ásgrímur Már stefnir á að gera nýja fatalínu með haustinu en hann deilir lokaðri vinnustofu með sjö öðrum upprennandi hönnuðum í miðbænum. Hægt er að skoða hönnun hans nánar á asiceland.com.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira