Tónlist

Matseðill innblásinn af Radiohead

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Thom Yorke er söngvari Radiohead.
Thom Yorke er söngvari Radiohead.
Kokkurinn Kyle Hanley hjá veitingastaðnum Detroit Golf Club í Detroit í Bandaríkjunum hefur hannað tíu rétta matseðil sem er innblásinn af plötunni Kid A með Radiohead. Hver réttur passar við lag á plötunni.

Matseðillinn verður aðeins í boði 19. febrúar næstkomandi og komast 36 manns að. Miðinn kostar 125 dollara, rúmlega fjórtán þúsund krónur. Það kvöld gengur undir heitinu A Night With Kid A og mun platan verða spiluð á meðan matargestir gæða sér á réttum á borð við andabringu og lambakótelettur. Kyle var í tónlistarnámi áður en hann varð kokkur og segist heyra liti og áferð þegar hann hlustar á tónlist.

„Sérstaklega þegar ég hlusta á Radiohead. Þetta er mjög áhrifamikil hljómsveit.“

Þá er einnig boðið upp á sérstaka drykki með matseðlinum, þar á meðal sérhannaðan gin og tonic-drykk en vínseðillinn var hannaður af Joseph Allerton.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.