Tónlist

Eivör á Íslandi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Tónlistarkonan Eivör Pálsdóttir kemur fram ásamt færeyskum félögum sínum annað kvöld.
Tónlistarkonan Eivör Pálsdóttir kemur fram ásamt færeyskum félögum sínum annað kvöld. mynd/sem johannsson
„Þessir tónleikar voru ákveðnir fyrirvaralaust. Það mætti alveg segja að þetta sé nokkurs konar opin æfing og að þetta verði mjög heimilislegt allt saman,“ segir Kristinn Sæmundsson, umboðsmaður færeysku tónlistarkonunnar Eivarar Pálsdóttur.

Hún kemur fram á tónleikum, sem fara fram á Gauknum á miðvikudagskvöldið.

Með henni leika færeyskir félagar og verða leikin lög af löngum glæstum ferli Eivarar.

Hún kemur fram á fleiri tónleikum á næstunni, meðal annars í Hofi á Akureyri á laugardagskvöld og í Bæjarbíói í Hafnarfirði á sunnudagskvöld.

Tónleikar Eivarar hefjast klukkan 22.00 annað kvöld en húsið verður opnað klukkan 21.00 og kostar 2.000 krónur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.