Barnalegur dýraþjófnaður Sara McMahon skrifar 4. febrúar 2014 07:00 Líkt og eftirnafn mitt gefur til kynna á ég ættir að rekja til Írlands, nánar tiltekið Vestur-Írlands. Ég heimsótti föðurlandið oft sem barn og þótti það alltaf jafn ævintýralegt, enda var Írland á níunda áratugnum töluvert ólíkt Írlandinu í dag. Í þá daga gengu hundar lausir um þorp og borgir (margir voru þeir heimilislausir), asnar drógu hlaðna vagna á þröngum sveitavegum sem á írsku nefnast „boreen“ og hestum mátti ríða út á ströndinni í litla sjávarþorpinu Kilkee, þar sem fjölskyldan var vön að eyða sumarleyfum sínum (hrossatað á ströndinni þótti ekkert tiltökumál í þá daga). Ég er þekkt fyrir að vera svolítið hænd að dýrum og á það til að leggja lykkju á leið mína til þess eins að klappa ketti. Á Írlandi hafði ég ekki undan að kjassa öll þau dýr sem urðu á vegi mínum til og frá ströndinni. Oftast voru þetta hundar og þá yfirleitt heimilislausir hundar. Þessi ræfilslegu grey urðu flest atlætinu afskaplega þakklát og það kom stundum fyrir að ég teymdi hundana með mér heim í von um að foreldrar mínir gæfu mér leyfi til að eiga þá. Hundarnir voru misvel á sig komnir, sumir litu þokkalega út, aðrir voru lúsétnir, haltir og með hvers kyns sýkingar, en það skipti mig engu máli. Mér þóttu þeir allir jafn laglegir og eigulegir, sýktir eður ei. En eins og gefur að skilja fékk ég aldrei „jáið“ sem ég þráði að heyra heldur var mér skipað að skila dýrinu aftur á sinn stað. Þetta þótti mér alltaf jafn yfirgengilega sorglegt og voru kveðjustundirnar átakanlegri en harmakvein Bamba í samnefndri mynd úr smiðju Disney. Ég er hætt að lokka ókunnug dýr með mér heim, en ég er ekki laus við tilfinninguna um að fólk eigi alltaf að huga vel að dýrunum sínum, sama hvort það eru hundar, hestar, búfénaður eða hænsni. Ef ekki, þá gæti ég neyðst til að taka upp fyrri iðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Líkt og eftirnafn mitt gefur til kynna á ég ættir að rekja til Írlands, nánar tiltekið Vestur-Írlands. Ég heimsótti föðurlandið oft sem barn og þótti það alltaf jafn ævintýralegt, enda var Írland á níunda áratugnum töluvert ólíkt Írlandinu í dag. Í þá daga gengu hundar lausir um þorp og borgir (margir voru þeir heimilislausir), asnar drógu hlaðna vagna á þröngum sveitavegum sem á írsku nefnast „boreen“ og hestum mátti ríða út á ströndinni í litla sjávarþorpinu Kilkee, þar sem fjölskyldan var vön að eyða sumarleyfum sínum (hrossatað á ströndinni þótti ekkert tiltökumál í þá daga). Ég er þekkt fyrir að vera svolítið hænd að dýrum og á það til að leggja lykkju á leið mína til þess eins að klappa ketti. Á Írlandi hafði ég ekki undan að kjassa öll þau dýr sem urðu á vegi mínum til og frá ströndinni. Oftast voru þetta hundar og þá yfirleitt heimilislausir hundar. Þessi ræfilslegu grey urðu flest atlætinu afskaplega þakklát og það kom stundum fyrir að ég teymdi hundana með mér heim í von um að foreldrar mínir gæfu mér leyfi til að eiga þá. Hundarnir voru misvel á sig komnir, sumir litu þokkalega út, aðrir voru lúsétnir, haltir og með hvers kyns sýkingar, en það skipti mig engu máli. Mér þóttu þeir allir jafn laglegir og eigulegir, sýktir eður ei. En eins og gefur að skilja fékk ég aldrei „jáið“ sem ég þráði að heyra heldur var mér skipað að skila dýrinu aftur á sinn stað. Þetta þótti mér alltaf jafn yfirgengilega sorglegt og voru kveðjustundirnar átakanlegri en harmakvein Bamba í samnefndri mynd úr smiðju Disney. Ég er hætt að lokka ókunnug dýr með mér heim, en ég er ekki laus við tilfinninguna um að fólk eigi alltaf að huga vel að dýrunum sínum, sama hvort það eru hundar, hestar, búfénaður eða hænsni. Ef ekki, þá gæti ég neyðst til að taka upp fyrri iðju.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun