Óskynsamleg skíðasniðganga Hildur Sverrisdóttir skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Forseti Íslands og frú hafa þegið boð um að vera viðstödd Vetrarólympíuleikana í Sotsjí. Það er gott þrátt fyrir skiljanlega umræðu um hvort ráðamenn þjóðarinnar ættu að sniðganga leikana til að mótmæla grófum mannréttindabrotum Rússa gagnvart samkynhneigðum. Slík tillaga var meðal annars lögð fram á Alþingi sem er reyndar áhugavert því að sama dag stóðu sömu þingmenn og höfðu hvatt til sniðgöngu leikanna að jákvæðri umræðu um fríverslunarsamning við Kína. Það er áhugavert að sömu þingmenn hafi tekið sitthvora afstöðuna í þeim tveim málum því að um þau gilda í grunninn sömu lögmál; frjáls verslun brýtur niður múra í ríkjum sem þurfa að gera betur. Að sama skapi eru samskipti betri en útskúfun gagnvart ríkjum sem þurfa að gera betur. Á Ólympíuleikunum taka allir þátt á jafnréttisgrundvelli, sem stuðlar að friði og samvinnu þjóða – alveg eins og að í húsi Sameinuðu þjóðanna tala allir saman þótt mörg ríki megi þar gagnrýna fyrir stjórnarhætti sína. Það er vissulega ærin ástæða til að gagnrýna stefnu rússneskra stjórnvalda gagnvart samkynhneigðum. En það er vandséð hvar eigi að draga mörkin ef Ísland á í framtíðinni ekki að sniðganga flest alþjóðleg íþróttamót. Ráðamenn mættu á Ólympíuleikana í Kína til að hvetja silfurstrákana okkar þrátt fyrir mannréttindabrotin þar og forseti Íslands var um daginn að hvetja strákana okkar í Abú Dabí sem mun seint kallast fyrirheitna landið. Næstu Ólympíuleikar verða í Brasilíu þar sem verið er að jafna fátækrahverfi við jörðu til að rýma fyrir íþróttamannvirkjum og varla verður talið að Ísland sé fylgjandi dauðarefsingum ef við sniðgöngum ekki leika í Bandaríkjunum. Það er hægt að gagnrýna alltof margt úti um allan heim en sniðganga er ekki leiðin til þess. Miklu frekar eiga ráðamenn að mæta til Rússlands og fagna þegar íþróttamenn skarta naglalakki í regnbogalitunum og þegar Þjóðverjar mæta íklæddir sínum lítt dulbúnu skilaboðum. Nota tækifærið ef þeir hitta rússneska ráðamenn til að segja sína skoðun og hafa með sterkri og stoltri mannréttindavitund áhrif í öðrum ríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Forseti Íslands og frú hafa þegið boð um að vera viðstödd Vetrarólympíuleikana í Sotsjí. Það er gott þrátt fyrir skiljanlega umræðu um hvort ráðamenn þjóðarinnar ættu að sniðganga leikana til að mótmæla grófum mannréttindabrotum Rússa gagnvart samkynhneigðum. Slík tillaga var meðal annars lögð fram á Alþingi sem er reyndar áhugavert því að sama dag stóðu sömu þingmenn og höfðu hvatt til sniðgöngu leikanna að jákvæðri umræðu um fríverslunarsamning við Kína. Það er áhugavert að sömu þingmenn hafi tekið sitthvora afstöðuna í þeim tveim málum því að um þau gilda í grunninn sömu lögmál; frjáls verslun brýtur niður múra í ríkjum sem þurfa að gera betur. Að sama skapi eru samskipti betri en útskúfun gagnvart ríkjum sem þurfa að gera betur. Á Ólympíuleikunum taka allir þátt á jafnréttisgrundvelli, sem stuðlar að friði og samvinnu þjóða – alveg eins og að í húsi Sameinuðu þjóðanna tala allir saman þótt mörg ríki megi þar gagnrýna fyrir stjórnarhætti sína. Það er vissulega ærin ástæða til að gagnrýna stefnu rússneskra stjórnvalda gagnvart samkynhneigðum. En það er vandséð hvar eigi að draga mörkin ef Ísland á í framtíðinni ekki að sniðganga flest alþjóðleg íþróttamót. Ráðamenn mættu á Ólympíuleikana í Kína til að hvetja silfurstrákana okkar þrátt fyrir mannréttindabrotin þar og forseti Íslands var um daginn að hvetja strákana okkar í Abú Dabí sem mun seint kallast fyrirheitna landið. Næstu Ólympíuleikar verða í Brasilíu þar sem verið er að jafna fátækrahverfi við jörðu til að rýma fyrir íþróttamannvirkjum og varla verður talið að Ísland sé fylgjandi dauðarefsingum ef við sniðgöngum ekki leika í Bandaríkjunum. Það er hægt að gagnrýna alltof margt úti um allan heim en sniðganga er ekki leiðin til þess. Miklu frekar eiga ráðamenn að mæta til Rússlands og fagna þegar íþróttamenn skarta naglalakki í regnbogalitunum og þegar Þjóðverjar mæta íklæddir sínum lítt dulbúnu skilaboðum. Nota tækifærið ef þeir hitta rússneska ráðamenn til að segja sína skoðun og hafa með sterkri og stoltri mannréttindavitund áhrif í öðrum ríkjum.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun