Ertu upplýst/ur? Teitur Guðmundsson skrifar 28. janúar 2014 06:00 Það er dálítið merkilegt hvernig læknisfræði hefur breyst á undanförnum áratugum. Ný þekking hefur orðið til og gömul verið látin víkja í staðinn. Það er kallað þróun og framfarir. Sem betur fer er stöðugt verið að vinna að rannsóknum sem stuðla að því að finna nýjar og betri meðferðir við þeim sjúkdómum sem við glímum við, nú eða uppgötva nýja sjúkdóma. En það hafa komið fram á síðustu áratugum ýmsir nýir sem við ekki þekktum áður eða höfðum ekki skilgreint rétt og má þar nefna HIV, ADHD, svínaflensu og ýmsa fleiri. Þekkingin er stöðugt að breytast og það getur verið erfitt að fylgjast með öllu því sem nýtt er, jafnvel fyrir fagfólk. Það skemmtilega er að til viðbótar við þetta eru sjúklingarnir í dag miklu betur upplýstir, þeir hafa aðgang að internetinu og fræðslu hvers konar í sjónvarpi, lesa bækur, blogg og margt fleira. Það gerir það að verkum að hin svokallaða föðurlega læknisfræði, þar sem læknirinn sagði hvað væri að og hvað ætti að gera við því hefur breyst umtalsvert. Í dag eru samskipti lækna og sjúklinga mun meira í formi samráðs og upplýstrar ákvarðanatöku en áður var, sem er gott. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því upplýsingar eru ekki það sama og upplýsingar. Mjög mikilvægt er að geta greint á milli þess hvað kemur að gagni og hvað ekki, en það getur verið býsna snúið og sérstaklega fyrir leikmenn.Nálgun á orsökina Nú er ég víðsýnni en svo að halda því fram að allar lausnir felist í hefðbundinni læknisfræði, enda hefur verið sýnt fram á það ítrekað að ýmislegt annað en lyf gagnast sjúklingum verulega. Þar má nefna lífsstílsþætti sem hver einstaklingur getur haft áhrif á eins og mataræði og hreyfingu. Þá er ekki síður mikilvægt að vera í andlegu sem líkamlegu jafnvægi. Okkur verður tíðrætt um streitu og þá áhættu sem hún hefur í för með sér varðandi þróun hinna ýmsu sjúkdóma. Mjög margt af því sem nútímamaðurinn og konan glíma við helgast af ytri aðstæðum en ekki beinlínis sjúkdómum. Því meira sem við vitum um slíkt samhengi því betra. Því opnari sem við erum fyrir þeim möguleika að sjúkdómar verði til á þann hátt, þeim mun líklegri erum við til að geta undið ofan af þeim vanda með nálgun á orsökina en ekki eingöngu að meðhöndla afleiðingarnar. Það er ágætt að miða við læknaeiðinn þar sem segir að maður skuli ekki að valda tjóni, og blanda því saman við frasann „það sem hjálpar hjálpar“; það er líklega heillavænleg nálgun.Skyndilausnir Þegar maður horfir yfir er það þó augljóst að við eltumst mikið við skyndilausnir, töfralyf eða eitthvað eitt sem á að bjarga okkur úr þeim vanda sem að hluta til eða öllu leyti er sjálfskapaður. Það á bæði við um hefðbundin lyf sem og óhefðbundnar lækningar, ýmiss konar bætiefni og vítamín. Þegar öllu er á botninn hvolft hljótum við að sjá að flest það sem hrjáir okkur samanstendur af fjöldamörgum breytum sem mynda vandann. Hefðbundin læknisfræði er byggð á bestu þekkingu hvers tíma fyrir sig og meðferðin sem er beitt þarf að hafa sannað gildi sitt með rannsóknum fyrir þann hóp sem hún beinist að. Það kallast „evidence based medicine“. Þetta hljómar einfalt en er það alls ekki. Mikill tími og peningar fara í rannsóknir af þeim toga sem þarf til að tekið sé mark á þeim. Frá því niðurstöður liggja fyrir og þar til leiðbeiningum er breytt geta liðið mörg ár og þá hafa hagsmunir einnig áhrif á það hvað er rannsakað svo dæmi sé tekið. Því liggur fyrir að ekki er hægt að skoða allt né taka þess háttar afstöðu til allra þeirra meðferða sem beitt er. Hið sama gildir um óhefðbundna læknisfræði þar sem sjaldnast liggja svo stórar rannsóknir til grundvallar ráðleggingum um meðferð sem byggja því oft á reynslusögum. Við skulum ekki gleyma því að stór hluti af læknisfræði er einnig byggður á reynslu, en reynt er þó eftir fremsta megni að staðfesta virkni þess sem beitt er. Niðurstaðan hlýtur þá að verða sú að eftir því sem við erum betur upplýst getum við tekið betri ákvarðanir og veitt betri ráð og meðferð. Í þeirri viðleitni þurfa allir aðilar, bæði læknar sem leikmenn, að vinna saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun
Það er dálítið merkilegt hvernig læknisfræði hefur breyst á undanförnum áratugum. Ný þekking hefur orðið til og gömul verið látin víkja í staðinn. Það er kallað þróun og framfarir. Sem betur fer er stöðugt verið að vinna að rannsóknum sem stuðla að því að finna nýjar og betri meðferðir við þeim sjúkdómum sem við glímum við, nú eða uppgötva nýja sjúkdóma. En það hafa komið fram á síðustu áratugum ýmsir nýir sem við ekki þekktum áður eða höfðum ekki skilgreint rétt og má þar nefna HIV, ADHD, svínaflensu og ýmsa fleiri. Þekkingin er stöðugt að breytast og það getur verið erfitt að fylgjast með öllu því sem nýtt er, jafnvel fyrir fagfólk. Það skemmtilega er að til viðbótar við þetta eru sjúklingarnir í dag miklu betur upplýstir, þeir hafa aðgang að internetinu og fræðslu hvers konar í sjónvarpi, lesa bækur, blogg og margt fleira. Það gerir það að verkum að hin svokallaða föðurlega læknisfræði, þar sem læknirinn sagði hvað væri að og hvað ætti að gera við því hefur breyst umtalsvert. Í dag eru samskipti lækna og sjúklinga mun meira í formi samráðs og upplýstrar ákvarðanatöku en áður var, sem er gott. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því upplýsingar eru ekki það sama og upplýsingar. Mjög mikilvægt er að geta greint á milli þess hvað kemur að gagni og hvað ekki, en það getur verið býsna snúið og sérstaklega fyrir leikmenn.Nálgun á orsökina Nú er ég víðsýnni en svo að halda því fram að allar lausnir felist í hefðbundinni læknisfræði, enda hefur verið sýnt fram á það ítrekað að ýmislegt annað en lyf gagnast sjúklingum verulega. Þar má nefna lífsstílsþætti sem hver einstaklingur getur haft áhrif á eins og mataræði og hreyfingu. Þá er ekki síður mikilvægt að vera í andlegu sem líkamlegu jafnvægi. Okkur verður tíðrætt um streitu og þá áhættu sem hún hefur í för með sér varðandi þróun hinna ýmsu sjúkdóma. Mjög margt af því sem nútímamaðurinn og konan glíma við helgast af ytri aðstæðum en ekki beinlínis sjúkdómum. Því meira sem við vitum um slíkt samhengi því betra. Því opnari sem við erum fyrir þeim möguleika að sjúkdómar verði til á þann hátt, þeim mun líklegri erum við til að geta undið ofan af þeim vanda með nálgun á orsökina en ekki eingöngu að meðhöndla afleiðingarnar. Það er ágætt að miða við læknaeiðinn þar sem segir að maður skuli ekki að valda tjóni, og blanda því saman við frasann „það sem hjálpar hjálpar“; það er líklega heillavænleg nálgun.Skyndilausnir Þegar maður horfir yfir er það þó augljóst að við eltumst mikið við skyndilausnir, töfralyf eða eitthvað eitt sem á að bjarga okkur úr þeim vanda sem að hluta til eða öllu leyti er sjálfskapaður. Það á bæði við um hefðbundin lyf sem og óhefðbundnar lækningar, ýmiss konar bætiefni og vítamín. Þegar öllu er á botninn hvolft hljótum við að sjá að flest það sem hrjáir okkur samanstendur af fjöldamörgum breytum sem mynda vandann. Hefðbundin læknisfræði er byggð á bestu þekkingu hvers tíma fyrir sig og meðferðin sem er beitt þarf að hafa sannað gildi sitt með rannsóknum fyrir þann hóp sem hún beinist að. Það kallast „evidence based medicine“. Þetta hljómar einfalt en er það alls ekki. Mikill tími og peningar fara í rannsóknir af þeim toga sem þarf til að tekið sé mark á þeim. Frá því niðurstöður liggja fyrir og þar til leiðbeiningum er breytt geta liðið mörg ár og þá hafa hagsmunir einnig áhrif á það hvað er rannsakað svo dæmi sé tekið. Því liggur fyrir að ekki er hægt að skoða allt né taka þess háttar afstöðu til allra þeirra meðferða sem beitt er. Hið sama gildir um óhefðbundna læknisfræði þar sem sjaldnast liggja svo stórar rannsóknir til grundvallar ráðleggingum um meðferð sem byggja því oft á reynslusögum. Við skulum ekki gleyma því að stór hluti af læknisfræði er einnig byggður á reynslu, en reynt er þó eftir fremsta megni að staðfesta virkni þess sem beitt er. Niðurstaðan hlýtur þá að verða sú að eftir því sem við erum betur upplýst getum við tekið betri ákvarðanir og veitt betri ráð og meðferð. Í þeirri viðleitni þurfa allir aðilar, bæði læknar sem leikmenn, að vinna saman.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun