Herlausa borgin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. janúar 2014 07:00 Jón Gnarr strengdi þess heit í upphafi árs að koma því í gegn áður en borgarstjóratíð hans lyki að Reykjavík yrði lýst herlaus borg. Af ummælum sem borgarstjórinn hefur látið falla má ætla að í því felist að hermenn séu almennt ekki velkomnir í Reykjavík, herflugvélar megi ekki lenda á Reykjavíkurflugvelli og herskip ekki leggjast að í Reykjavíkurhöfn. Bono í U2 finnst þetta víst frábær hugmynd. Rök borgarstjórans eru að Reykjavík verði friðarborg og þekkt sem slík á alþjóðavettvangi. Þá sagðist hann í samtali við Stöð 2 hafa áhyggjur af hryðjuverkum. „Það er raunhæfur möguleiki að einhverjum dytti í hug að fremja hryðjuverk í Reykjavík. Mér finnst við ekki eiga að taka þá áhættu.“ Jón Gnarr deilir líklega þeirri skoðun með mörgum að herleysi Íslands sé til marks um að við séum svo friðsöm þjóð í eðli okkar og betri en aðrar. Það er hæpin skoðun. Herleysi Íslands er tilkomið af sögulegum, landfræðilegum og praktískum ástæðum. Ísland var lengi undir erlendum yfirráðum, í fjarlægð okkar frá öðrum ríkjum fólst nokkur vörn og loks þegar Ísland varð sjálfstætt ríki var nokkuð ljóst að fámenn þjóð í stóru landi ætti enga möguleika á að verja það sjálf. Enda varð niðurstaðan sú að fá vinaríki okkar til að sjá um varnirnar fyrir okkur, annars vegar með þátttöku Íslands í NATO og hins vegar með varnarsamningi við Bandaríkin, sem enn er í gildi. Jóni Gnarr finnst að Ísland ætti að ganga úr NATO, en hann ræður því sem betur fer ekki. Og á meðan Ísland er í varnarbandalagi er fráleitt að ætla að banna herskipum þess eða flugvélum að hafa viðdvöl í höfuðborg Íslands. Það er reyndar til marks um tvískinnunginn og feimnina, sem einkennir umræður um þessi mál, að fulltrúar flokka sem styðja aðild Íslands að hernaðarbandalaginu NATO, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, samþykktu fyrir þremur árum tillögu Jóns í borgarráði um að beina herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli. Og það þótt þær séu nærri allar í björgunar- og eftirlitsflugi eða flytji til dæmis erlenda þjóðhöfðingja í opinberri heimsókn. Ef herbannið gengi í gildi í Reykjavíkurborg yrði líka þátttaka Íslands í samstarfi um öryggismál, leit og björgun á Norður-Atlantshafi mun erfiðari. Landhelgisgæzlan er í nánu samstarfi við sjóheri nágrannaríkjanna, sem varð- og eftirlitsskip sem leggjast hér að bryggju tilheyra. Það er annar misskilningur, sem gæti hafa slæðzt inn hjá borgarstjóranum, að herir nágrannaríkja séu bara til að heyja stríð. Þeir sinna sama hlutverki og Landhelgisgæzlan, björgunarsveitirnar og að hluta til lögreglan gera hér. Herbannið þýddi þar af leiðandi líka að ef kæmi til stórslyss eða náttúruhamfara í Reykjavík eða nágrenni borgarinnar gætum við afþakkað aðstoð vina- og bandalagsríkja okkar, enda væru það alveg áreiðanlega herir þeirra sem yrðu fyrstir á vettvang. Svo er það spurning hvernig sé hægt að afstýra hættu á hryðjuverkum í Reykjavík með herbanninu. Hryðjuverk á Vesturlöndum hafa oftar beinzt að óvörðum almenningi en herskipum eða -flugvélum. Það er raunar líklegra til árangurs, vilji menn fyrirbyggja hryðjuverk, að efla samstarfið við önnur NATO-ríki en að senda þeim þau skilaboð að þau séu óvelkomin. Það á yfirleitt ekki að óska þess að ekkert verði úr áramótaheitunum hjá fólki, en í þessu tilviki á það tvímælalaust við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Jón Gnarr strengdi þess heit í upphafi árs að koma því í gegn áður en borgarstjóratíð hans lyki að Reykjavík yrði lýst herlaus borg. Af ummælum sem borgarstjórinn hefur látið falla má ætla að í því felist að hermenn séu almennt ekki velkomnir í Reykjavík, herflugvélar megi ekki lenda á Reykjavíkurflugvelli og herskip ekki leggjast að í Reykjavíkurhöfn. Bono í U2 finnst þetta víst frábær hugmynd. Rök borgarstjórans eru að Reykjavík verði friðarborg og þekkt sem slík á alþjóðavettvangi. Þá sagðist hann í samtali við Stöð 2 hafa áhyggjur af hryðjuverkum. „Það er raunhæfur möguleiki að einhverjum dytti í hug að fremja hryðjuverk í Reykjavík. Mér finnst við ekki eiga að taka þá áhættu.“ Jón Gnarr deilir líklega þeirri skoðun með mörgum að herleysi Íslands sé til marks um að við séum svo friðsöm þjóð í eðli okkar og betri en aðrar. Það er hæpin skoðun. Herleysi Íslands er tilkomið af sögulegum, landfræðilegum og praktískum ástæðum. Ísland var lengi undir erlendum yfirráðum, í fjarlægð okkar frá öðrum ríkjum fólst nokkur vörn og loks þegar Ísland varð sjálfstætt ríki var nokkuð ljóst að fámenn þjóð í stóru landi ætti enga möguleika á að verja það sjálf. Enda varð niðurstaðan sú að fá vinaríki okkar til að sjá um varnirnar fyrir okkur, annars vegar með þátttöku Íslands í NATO og hins vegar með varnarsamningi við Bandaríkin, sem enn er í gildi. Jóni Gnarr finnst að Ísland ætti að ganga úr NATO, en hann ræður því sem betur fer ekki. Og á meðan Ísland er í varnarbandalagi er fráleitt að ætla að banna herskipum þess eða flugvélum að hafa viðdvöl í höfuðborg Íslands. Það er reyndar til marks um tvískinnunginn og feimnina, sem einkennir umræður um þessi mál, að fulltrúar flokka sem styðja aðild Íslands að hernaðarbandalaginu NATO, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, samþykktu fyrir þremur árum tillögu Jóns í borgarráði um að beina herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli. Og það þótt þær séu nærri allar í björgunar- og eftirlitsflugi eða flytji til dæmis erlenda þjóðhöfðingja í opinberri heimsókn. Ef herbannið gengi í gildi í Reykjavíkurborg yrði líka þátttaka Íslands í samstarfi um öryggismál, leit og björgun á Norður-Atlantshafi mun erfiðari. Landhelgisgæzlan er í nánu samstarfi við sjóheri nágrannaríkjanna, sem varð- og eftirlitsskip sem leggjast hér að bryggju tilheyra. Það er annar misskilningur, sem gæti hafa slæðzt inn hjá borgarstjóranum, að herir nágrannaríkja séu bara til að heyja stríð. Þeir sinna sama hlutverki og Landhelgisgæzlan, björgunarsveitirnar og að hluta til lögreglan gera hér. Herbannið þýddi þar af leiðandi líka að ef kæmi til stórslyss eða náttúruhamfara í Reykjavík eða nágrenni borgarinnar gætum við afþakkað aðstoð vina- og bandalagsríkja okkar, enda væru það alveg áreiðanlega herir þeirra sem yrðu fyrstir á vettvang. Svo er það spurning hvernig sé hægt að afstýra hættu á hryðjuverkum í Reykjavík með herbanninu. Hryðjuverk á Vesturlöndum hafa oftar beinzt að óvörðum almenningi en herskipum eða -flugvélum. Það er raunar líklegra til árangurs, vilji menn fyrirbyggja hryðjuverk, að efla samstarfið við önnur NATO-ríki en að senda þeim þau skilaboð að þau séu óvelkomin. Það á yfirleitt ekki að óska þess að ekkert verði úr áramótaheitunum hjá fólki, en í þessu tilviki á það tvímælalaust við.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun