Viðkvæmt en brýnt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. janúar 2014 07:00 Fréttastofa 365 miðla hóf í gær umfjöllun um eftirmál flugslyssins sem varð á Akureyri 5. ágúst í fyrra. Flugvél Mýflugs, TF-MYX, sem var að koma úr sjúkraflugi, skall til jarðar á kvartmílubrautinni í Hlíðarfjalli, með þeim afleiðingum að tveir létust, en sá þriðji komst lífs af. Aðstandendur sjúkraflutningamanns sem fórst í slysinu hyggjast fara fram á opinbera lögreglurannsókn á því, þar sem þeir gera alvarlegar athugasemdir við bráðabirgðaniðurstöður Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNS). Í skýrslu hennar segir að flugvélin hafi „misst hæð“ en margvíslegar vísbendingar eru um að henni hafi vísvitandi verið flogið lágt yfir kvartmílubrautina, með þessum skelfilegu afleiðingum. Myndskeið sem sýnir slysið og er á meðal lykilgagna málsins var birt á Vísi og sýnt á Stöð 2 í gærkvöldi sem liður í umfjöllun fréttastofunnar um málið. Sú birting hefur verið gagnrýnd. Fréttastofan, sem haft hefur myndbandið ásamt ýmsum öðrum gögnum undir höndum vikum saman, áttar sig á að um afar viðkvæmt mál er að ræða, sem líklegt er til að ýfa upp sár aðstandenda þeirra sem létust í slysinu. Það varð engu að síður niðurstaðan eftir talsverða umhugsun að birta myndskeiðið. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Í fyrsta lagi rennir myndefnið stoðum undir gagnrýni ættingja sjúkraflutningamannsins á orðalag í bráðabirgðaniðurstöðum RNS. Í öðru lagi sýnir það hversu gífurleg hætta var á ferðum og hversu litlu mátti muna að úr yrði enn hræðilegra og mannskæðara slys, því að fjöldi fólks var á og við kappakstursbrautina. Í þriðja lagi er RNS opinber stofnun, fjármögnuð af skattfé og engan veginn yfir gagnrýni hafin. Í fjórða lagi varð slysið í sjúkraflugi sem farið var á vegum opinberra aðila og á kostnað skattgreiðenda. Að baki umfjölluninni liggur líka sú dapurlega staðreynd, að slysið á Akureyri er ekki einangrað tilvik. Á undanförnum árum hafa orðið alvarleg og jafnvel mannskæð slys vegna þess að flugmenn hafa ekki gætt að sér í lágflugi og virt reglur að vettugi. Viðbrögð yfirvalda og þeirra sem starfa í fluggeiranum hafa ekki dugað til að breyta því sem virðist landlægt viðhorf; að það sé stundum í lagi að brjóta öryggisreglurnar. Umfjöllun fréttastofunnar hefur meðal annars sýnt fram á að pottur er brotinn í öryggismálum hjá Mýflugi og fleiri dæmi um að reglum um lágflug sé ekki fylgt. Þá verður að teljast vafasamt að ýmis sú háttsemi sem Björn Gunnarsson læknir lýsir í Fréttablaðinu í dag rúmist innan samnings stjórnvalda og Mýflugs um sjúkraflugið. Augljóslega er þörf á víðtækari rannsókn á starfsemi flugfélagsins. Sömuleiðis kom fram í fréttaskýringu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi að hvorki lögregla né RNS hefðu rætt við lykilvitni að flugslysinu. Það bendir ásamt öðru til þess að rannsókn þess hafi ekki verið eins vönduð og æskilegt væri. Banaslys í flugi er eðli málsins samkvæmt viðkvæmt mál. Það þarf að sýna minningu látinna virðingu og tillitssemi gagnvart aðstandendum. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að dregið verði rækilega fram í dagsljósið hvað olli hinu skelfilega slysi – til þess að hægt sé að læra af því og koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Fréttastofa 365 miðla hóf í gær umfjöllun um eftirmál flugslyssins sem varð á Akureyri 5. ágúst í fyrra. Flugvél Mýflugs, TF-MYX, sem var að koma úr sjúkraflugi, skall til jarðar á kvartmílubrautinni í Hlíðarfjalli, með þeim afleiðingum að tveir létust, en sá þriðji komst lífs af. Aðstandendur sjúkraflutningamanns sem fórst í slysinu hyggjast fara fram á opinbera lögreglurannsókn á því, þar sem þeir gera alvarlegar athugasemdir við bráðabirgðaniðurstöður Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNS). Í skýrslu hennar segir að flugvélin hafi „misst hæð“ en margvíslegar vísbendingar eru um að henni hafi vísvitandi verið flogið lágt yfir kvartmílubrautina, með þessum skelfilegu afleiðingum. Myndskeið sem sýnir slysið og er á meðal lykilgagna málsins var birt á Vísi og sýnt á Stöð 2 í gærkvöldi sem liður í umfjöllun fréttastofunnar um málið. Sú birting hefur verið gagnrýnd. Fréttastofan, sem haft hefur myndbandið ásamt ýmsum öðrum gögnum undir höndum vikum saman, áttar sig á að um afar viðkvæmt mál er að ræða, sem líklegt er til að ýfa upp sár aðstandenda þeirra sem létust í slysinu. Það varð engu að síður niðurstaðan eftir talsverða umhugsun að birta myndskeiðið. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Í fyrsta lagi rennir myndefnið stoðum undir gagnrýni ættingja sjúkraflutningamannsins á orðalag í bráðabirgðaniðurstöðum RNS. Í öðru lagi sýnir það hversu gífurleg hætta var á ferðum og hversu litlu mátti muna að úr yrði enn hræðilegra og mannskæðara slys, því að fjöldi fólks var á og við kappakstursbrautina. Í þriðja lagi er RNS opinber stofnun, fjármögnuð af skattfé og engan veginn yfir gagnrýni hafin. Í fjórða lagi varð slysið í sjúkraflugi sem farið var á vegum opinberra aðila og á kostnað skattgreiðenda. Að baki umfjölluninni liggur líka sú dapurlega staðreynd, að slysið á Akureyri er ekki einangrað tilvik. Á undanförnum árum hafa orðið alvarleg og jafnvel mannskæð slys vegna þess að flugmenn hafa ekki gætt að sér í lágflugi og virt reglur að vettugi. Viðbrögð yfirvalda og þeirra sem starfa í fluggeiranum hafa ekki dugað til að breyta því sem virðist landlægt viðhorf; að það sé stundum í lagi að brjóta öryggisreglurnar. Umfjöllun fréttastofunnar hefur meðal annars sýnt fram á að pottur er brotinn í öryggismálum hjá Mýflugi og fleiri dæmi um að reglum um lágflug sé ekki fylgt. Þá verður að teljast vafasamt að ýmis sú háttsemi sem Björn Gunnarsson læknir lýsir í Fréttablaðinu í dag rúmist innan samnings stjórnvalda og Mýflugs um sjúkraflugið. Augljóslega er þörf á víðtækari rannsókn á starfsemi flugfélagsins. Sömuleiðis kom fram í fréttaskýringu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi að hvorki lögregla né RNS hefðu rætt við lykilvitni að flugslysinu. Það bendir ásamt öðru til þess að rannsókn þess hafi ekki verið eins vönduð og æskilegt væri. Banaslys í flugi er eðli málsins samkvæmt viðkvæmt mál. Það þarf að sýna minningu látinna virðingu og tillitssemi gagnvart aðstandendum. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að dregið verði rækilega fram í dagsljósið hvað olli hinu skelfilega slysi – til þess að hægt sé að læra af því og koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun