Brúðkaup ársins: Þessi gengu í það heilaga árið 2014 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. desember 2014 11:30 Margir þjóðþekktir Íslendingar innsigluðu ástina á árinu sem er að líða og voru brúðkaupin hvert öðru glæsilegra. Lífið á Vísi kíkti á nokkur stjörnubrúðkaup sem tekið var eftir á árinu 2014.Tvö hundruð manna brúðkaupLeikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir gekk að eiga Harry Koppel í Kólumbíu þarsíðustu helgi. Um tvö hundruð manns mættu í brúðkaupið og klæddist Halla kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin. Þá bar hún prjónað sjal úr smiðju móður sinnar en Harry klæddist kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla gaf Harry tónlist í brúðargjöf og samdi til hans þrjú lög. Eftir brúðkaupið flugu brúðhjónin til Cartagena, ásamt sextíu manna hópi, í brúðkaupsferð.Hamingja í HallgrímskirkjuSöngvarinn Jógvan Hansen kvæntist stærfræðingnum Hrafnhildi Jóhannesdóttur í Hallgrímskirkju þann 12. júlí. Eftir athöfnina var boðið til veislu á Hilton hótelinu þar sem gestir fengu meðal annars að smakka skerpukjöt frá heimalandi Jógvans, Færeyjum, og hákarl og súra punga frá Íslandi.Giftu sig í skotapilsumGuðbergur Garðarsson og Inácio Pacas da Silva Filho, sem oftast eru kallaðir Beggi og Pacas, gengu í það heilaga þann 15. ágúst. Beggi og Pacas klæddust skotapilsum á þessum stóra degi og var mikil gleði í brúðkapinu. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, gaf turtildúfurnar saman.Brúðarkjóllinn keyptur í Kaliforníu Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir sagði já við listamanninn Elli Egilsson þann 14. júlí. Brúðkaupið fór fram undir berum himni í Grímsnesinu en aðeins nánustu ættingjar og vinir parsins voru viðstaddir. María og Elli byrjuðu saman í október árið 2013 og í febrúar á þessu ári keypti María Birta brúðarkjólinn í Kaliforníu.Brúðkaup eftir langt samband Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson létu pússa sig saman á Höfðatorgi þann 28. júní. Þá höfðu þau verið saman í meira en áratug og eiga saman fimm börn. Veislan var einnig haldin á Höfðatorgi og var það mál manna að hún hafi verið einstaklega skemmtileg og lífleg.Á eftir barni kemur brúðkaup Árið var gjöfult hjá dansparinu Hönnu Rún Óladóttur og Nikita. Þau eignuðust sitt fyrsta barn, lítinn snáða, þann 13. júní síðastliðinn. Skömmu eftir fæðingu frumburðarins lét þau séra Gunnar Sigurjónsson, sem oftast hefur verið kallaður sterkasti prestur landsins, gefa sig saman í Digraneskirkju.Giftu sig á 17. júníRithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir giftist Atla Ragnari Ólafssyni á Búðum á Snæfellsnesi á sjálfan 17. júní. Sólveig klæddist dökkbláum „vintage“-kjól en ekki hvítum eins og algengt er meðal brúða. Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Margir þjóðþekktir Íslendingar innsigluðu ástina á árinu sem er að líða og voru brúðkaupin hvert öðru glæsilegra. Lífið á Vísi kíkti á nokkur stjörnubrúðkaup sem tekið var eftir á árinu 2014.Tvö hundruð manna brúðkaupLeikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir gekk að eiga Harry Koppel í Kólumbíu þarsíðustu helgi. Um tvö hundruð manns mættu í brúðkaupið og klæddist Halla kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin. Þá bar hún prjónað sjal úr smiðju móður sinnar en Harry klæddist kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla gaf Harry tónlist í brúðargjöf og samdi til hans þrjú lög. Eftir brúðkaupið flugu brúðhjónin til Cartagena, ásamt sextíu manna hópi, í brúðkaupsferð.Hamingja í HallgrímskirkjuSöngvarinn Jógvan Hansen kvæntist stærfræðingnum Hrafnhildi Jóhannesdóttur í Hallgrímskirkju þann 12. júlí. Eftir athöfnina var boðið til veislu á Hilton hótelinu þar sem gestir fengu meðal annars að smakka skerpukjöt frá heimalandi Jógvans, Færeyjum, og hákarl og súra punga frá Íslandi.Giftu sig í skotapilsumGuðbergur Garðarsson og Inácio Pacas da Silva Filho, sem oftast eru kallaðir Beggi og Pacas, gengu í það heilaga þann 15. ágúst. Beggi og Pacas klæddust skotapilsum á þessum stóra degi og var mikil gleði í brúðkapinu. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, gaf turtildúfurnar saman.Brúðarkjóllinn keyptur í Kaliforníu Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir sagði já við listamanninn Elli Egilsson þann 14. júlí. Brúðkaupið fór fram undir berum himni í Grímsnesinu en aðeins nánustu ættingjar og vinir parsins voru viðstaddir. María og Elli byrjuðu saman í október árið 2013 og í febrúar á þessu ári keypti María Birta brúðarkjólinn í Kaliforníu.Brúðkaup eftir langt samband Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson létu pússa sig saman á Höfðatorgi þann 28. júní. Þá höfðu þau verið saman í meira en áratug og eiga saman fimm börn. Veislan var einnig haldin á Höfðatorgi og var það mál manna að hún hafi verið einstaklega skemmtileg og lífleg.Á eftir barni kemur brúðkaup Árið var gjöfult hjá dansparinu Hönnu Rún Óladóttur og Nikita. Þau eignuðust sitt fyrsta barn, lítinn snáða, þann 13. júní síðastliðinn. Skömmu eftir fæðingu frumburðarins lét þau séra Gunnar Sigurjónsson, sem oftast hefur verið kallaður sterkasti prestur landsins, gefa sig saman í Digraneskirkju.Giftu sig á 17. júníRithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir giftist Atla Ragnari Ólafssyni á Búðum á Snæfellsnesi á sjálfan 17. júní. Sólveig klæddist dökkbláum „vintage“-kjól en ekki hvítum eins og algengt er meðal brúða.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira