Grafalvarleg staða blasir við á tónlistarmarkaði Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2014 12:02 Ísleifur Þórhallsson segir að tónlistarbransinn standi á tímamótum. Lengi vel var það svo að bækur og plötur (diskar) héldust í hendur sem algengustu jólagjafirnar. Heldur hefur dregið í sundur. Þetta hefur í raun réttri verið stöðug þróun í um tíu ár með stafrænni dreifingu tónlistar á netinu en velgengni listamanna á borð við Mugison, Of Monsters and Men og Ásgeirs Trausta, hafa skekkt þessa mynd. Ef þau eru tekin út úr myndinni hefur samdrátturinn milli ára verið 15 til 20 prósent. Þau seldu í svo svakalegu magni að þeir rifu upp heildina yfir heilt ár. En ef þessir titlar eru teknir í burtu hefur diskasala verið á niðurleið nú um nokkurt skeið. Enginn að selja viðlíka -- engin titill eða plata sker sig úr núna. Þetta hefur mikið að segja. Þetta eru athyglisverðir tímar og verður áhugavert að sjá hvernig tónlistargeirinn bregst við því staðan er grafalvarleg – einkum hvað varðar nýliðun: Útgáfa á ungum listamönnum er hætt að bera sig og mjög slæmt ef enginn sér möguleika á því að styðja við bakið á efnilegum tónlistarmönnum. Tónlistarlífið á Íslandi hefur verið blómlegt undanfarin ár, en það stefnir sannarlega í erfiða tíma. Sjaldan eða aldrei hefur verið eins auðvelt að taka upp og senda frá sér efni en hin hliðin á því er að það er miklu erfiðara að ná í gegn, því það er svo svakalegt framboð. Á netinu.Samdráttur um 20 prósent Ísleifur Þórhallsson, útgáfustjóri hjá Senu, sem er langstærsti útgefandi tónlistar á Íslandi, markaðshlutdeild er líkast til rúm 80 prósent, reynir ekki að hliðra sér hjá þessari staðreynd, þegar Vísir innti hann eftir stöðu mála. „Það er augljóst núna að diskurinn sem format er að gefa eftir. Það var viðbúið, þetta er mikið til að færast yfir á netið. Vandamálið er það að viðskiptamódelin fyrir netsöluna hafa ekki verið að virka. Þetta umbreytingartímabil ætlar að reynast erfitt fyrir þá sem starfa í tónlistarbransanum. Það er ekki útséð um hvernig það verður leyst,“ segir Ísleifur.En, hversu mikinn samdrátt eru menn að horfa uppá? „Það er ekki útséð með hvernig árið endar. Við verðum að telja uppúr kössunum í janúar, þegar búið er að taka allt inní þetta. Vonandi selst slatti í dag og svo eru skil, og svona. Við sjáum hvernig þetta endar. En við höfum verið að reikna með, hvað varðar þetta ár, að við séum niður um svona 15 til 20 prósent. Eitthvað þar um bil. Frá í fyrra. Ég veit ekki hvort það er meira en það, gæti vel verið, þegar öllu er á botninn hvolft. En, þá erum við að tala um diskasöluna. Það er náttúrlega mikill vöxtur í tekjum af stafrænni sölu. En, vöxturinn er þó ekki nógu mikill til að vinna gegn tapinu hinum megin, þannig að við erum að horfa uppá talsverðan mínus.“Yngra fólk er hætt að kaupa diskaEr þá platan sem slík að hverfa sem hefðbundin jólagjöf? „Nei, ég vil nú ekki taka svo djúpt í árinni. Og fyndið að segja það, þrátt fyrir allt sem ég var að segja, þá er diskurinn enn líflínan hjá listamönnum og útgefendum. Eins og ég segi, það er ekki hægt að lifa af digital-sölu eins og er. En, við erum að sjá talsverðan aðskilnað. Það sem selst á geisladiskum er það sem eldra fólkið kaupir. Það blasir við að það er að skapast vandamál fyrir ungar hljómsveitir og unga listamenn sem eru að reyna að höfða til yngra fólksins. Það er ekki að kaupa geisladiska. Það er að verða til nýr heimur þar sem allir lifa og hrærast á netinu. En, lifir enginn af því að selja tónlist á netinu. Þetta er fremur skuggaleg sýn sem horfir við yngri listamönnum og upprennandi á Íslandi. Fer kannski að verða þannig að eina gulrótin fyrir þá er að syngja á ensku og reyna að slá í gegn í útlöndum. Og það er skuggaleg tilhugsun að það sé engin ástæða að syngja á íslensku.“SG-safnplatan mest selda plata ársinsEn, þrátt fyrir þetta má búast við því að margur diskurinn rati í pakka og undir jólatré? „Jájá, við erum að sjá ágæta sölu á nokkrum titlum. Þetta er ekkert alveg búið. Það sem er að seljast best eru safnplötur og ferilsplötur sem við erum að gefa út ennþá í þó nokkrum mæli. SG-safnplatan er söluhæsta plata ársins, SG-jól og Pottþéttjól og ferilsplötur með Páli Rósenkranz, Helga Björns og Ragga Bjarna eru að seljast vel. Svo eru titlar eins og Gissur Páll, sem er að seljast ágætlega líka. Og hinir og þessir, Jón Jónsson. En, þetta eru allt saman listamenn sem hafa verið til staðar í einhvern tíma, eiga feril að baki og þjóðin þekkir. Það er erfitt að brjótast í gegn. Það eru ekki háar tölur á nýjum böndum og nýjum listamönnum.“Þeir sem kaupa diska eru um miðjan aldur og eldri? „Já, það virðist blasa við. Það er að verða aðskilnaður. Tveir hópar. Annars vegar er það eldra fólkið. Það kaupir ennþá diska. Yngra fólkið kaupir ekki diska og það er bara á netinu.“ Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lengi vel var það svo að bækur og plötur (diskar) héldust í hendur sem algengustu jólagjafirnar. Heldur hefur dregið í sundur. Þetta hefur í raun réttri verið stöðug þróun í um tíu ár með stafrænni dreifingu tónlistar á netinu en velgengni listamanna á borð við Mugison, Of Monsters and Men og Ásgeirs Trausta, hafa skekkt þessa mynd. Ef þau eru tekin út úr myndinni hefur samdrátturinn milli ára verið 15 til 20 prósent. Þau seldu í svo svakalegu magni að þeir rifu upp heildina yfir heilt ár. En ef þessir titlar eru teknir í burtu hefur diskasala verið á niðurleið nú um nokkurt skeið. Enginn að selja viðlíka -- engin titill eða plata sker sig úr núna. Þetta hefur mikið að segja. Þetta eru athyglisverðir tímar og verður áhugavert að sjá hvernig tónlistargeirinn bregst við því staðan er grafalvarleg – einkum hvað varðar nýliðun: Útgáfa á ungum listamönnum er hætt að bera sig og mjög slæmt ef enginn sér möguleika á því að styðja við bakið á efnilegum tónlistarmönnum. Tónlistarlífið á Íslandi hefur verið blómlegt undanfarin ár, en það stefnir sannarlega í erfiða tíma. Sjaldan eða aldrei hefur verið eins auðvelt að taka upp og senda frá sér efni en hin hliðin á því er að það er miklu erfiðara að ná í gegn, því það er svo svakalegt framboð. Á netinu.Samdráttur um 20 prósent Ísleifur Þórhallsson, útgáfustjóri hjá Senu, sem er langstærsti útgefandi tónlistar á Íslandi, markaðshlutdeild er líkast til rúm 80 prósent, reynir ekki að hliðra sér hjá þessari staðreynd, þegar Vísir innti hann eftir stöðu mála. „Það er augljóst núna að diskurinn sem format er að gefa eftir. Það var viðbúið, þetta er mikið til að færast yfir á netið. Vandamálið er það að viðskiptamódelin fyrir netsöluna hafa ekki verið að virka. Þetta umbreytingartímabil ætlar að reynast erfitt fyrir þá sem starfa í tónlistarbransanum. Það er ekki útséð um hvernig það verður leyst,“ segir Ísleifur.En, hversu mikinn samdrátt eru menn að horfa uppá? „Það er ekki útséð með hvernig árið endar. Við verðum að telja uppúr kössunum í janúar, þegar búið er að taka allt inní þetta. Vonandi selst slatti í dag og svo eru skil, og svona. Við sjáum hvernig þetta endar. En við höfum verið að reikna með, hvað varðar þetta ár, að við séum niður um svona 15 til 20 prósent. Eitthvað þar um bil. Frá í fyrra. Ég veit ekki hvort það er meira en það, gæti vel verið, þegar öllu er á botninn hvolft. En, þá erum við að tala um diskasöluna. Það er náttúrlega mikill vöxtur í tekjum af stafrænni sölu. En, vöxturinn er þó ekki nógu mikill til að vinna gegn tapinu hinum megin, þannig að við erum að horfa uppá talsverðan mínus.“Yngra fólk er hætt að kaupa diskaEr þá platan sem slík að hverfa sem hefðbundin jólagjöf? „Nei, ég vil nú ekki taka svo djúpt í árinni. Og fyndið að segja það, þrátt fyrir allt sem ég var að segja, þá er diskurinn enn líflínan hjá listamönnum og útgefendum. Eins og ég segi, það er ekki hægt að lifa af digital-sölu eins og er. En, við erum að sjá talsverðan aðskilnað. Það sem selst á geisladiskum er það sem eldra fólkið kaupir. Það blasir við að það er að skapast vandamál fyrir ungar hljómsveitir og unga listamenn sem eru að reyna að höfða til yngra fólksins. Það er ekki að kaupa geisladiska. Það er að verða til nýr heimur þar sem allir lifa og hrærast á netinu. En, lifir enginn af því að selja tónlist á netinu. Þetta er fremur skuggaleg sýn sem horfir við yngri listamönnum og upprennandi á Íslandi. Fer kannski að verða þannig að eina gulrótin fyrir þá er að syngja á ensku og reyna að slá í gegn í útlöndum. Og það er skuggaleg tilhugsun að það sé engin ástæða að syngja á íslensku.“SG-safnplatan mest selda plata ársinsEn, þrátt fyrir þetta má búast við því að margur diskurinn rati í pakka og undir jólatré? „Jájá, við erum að sjá ágæta sölu á nokkrum titlum. Þetta er ekkert alveg búið. Það sem er að seljast best eru safnplötur og ferilsplötur sem við erum að gefa út ennþá í þó nokkrum mæli. SG-safnplatan er söluhæsta plata ársins, SG-jól og Pottþéttjól og ferilsplötur með Páli Rósenkranz, Helga Björns og Ragga Bjarna eru að seljast vel. Svo eru titlar eins og Gissur Páll, sem er að seljast ágætlega líka. Og hinir og þessir, Jón Jónsson. En, þetta eru allt saman listamenn sem hafa verið til staðar í einhvern tíma, eiga feril að baki og þjóðin þekkir. Það er erfitt að brjótast í gegn. Það eru ekki háar tölur á nýjum böndum og nýjum listamönnum.“Þeir sem kaupa diska eru um miðjan aldur og eldri? „Já, það virðist blasa við. Það er að verða aðskilnaður. Tveir hópar. Annars vegar er það eldra fólkið. Það kaupir ennþá diska. Yngra fólkið kaupir ekki diska og það er bara á netinu.“
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira