Sport

Úrslitaleikirnir í NFL sýndir beint á Stöð 2 Sport

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eins og í fyrra verður glæsileg umgjörð á Stöð 2 Sport í kringum úrslitaleikina í NFL-deildinni í amerískum fótbolta.

Úrslitaleikirnir í Ameríku- og Þjóðardeildinni, sem eru undanúrslitin, og úrslitaleikurinn sjálfur, verða allir sýndir í beinni útsendingu.

Úrslitaleikir deildanna fara fram 18. janúar og verður þá boðið upp á sjö tíma útsendingu líkt og í fyrra þar sem sérfræðingar ræða leikina í setti fyrir, á meðan leik stendur og eftir þá.

Stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna á hverju ári, Superbowl-leikurinn, úrslitaleikurinn í NFL-deildinni, fer svo fram tveimur vikum síðar eða 1. febrúar.

Deildin hefur verið mjög skemmtileg og áhugaverð í ár og er ómögulegt að spá um sigurvegara. Aðeins eitt lið í Þjóðardeildinni, Arizona Cardinals, er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þegar tveir leikir eru eftir sem segir allt um hversu spennandi keppnin er þar.

Í Ameríkudeildinni eru New England Patriots, Denver Broncos og Indianapolis Colts búin að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, en ekki er loku fyrir það skotið að endurtekning verði á úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í fyrra þegar New England og Denver mættust. Bæði lið hafa spilað frábærlega í ár.

Tryggðu þér áskrift að sportpakka Stöðvar 2 í janúar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×