Bílar

Volvo kynnir vörunarbúnað vegna reiðhjólamanna

Finnur Thorlacius skrifar
Mynda f reiðhjóli varpast uppá framrúna ef reiðhjólamaður nálgast.
Mynda f reiðhjóli varpast uppá framrúna ef reiðhjólamaður nálgast.
Volvo hefur það að markmiði að dauðaslys heyri sögunni til árið 2020, að minnsta kosti þar sem Volvo bílar koma við sögu. Einn af þeim búnaði sem tryggja á að þetta geti orðið að veruleika er nýr búnaður sem lætur ökumann vita ef hjólreiðamaður er í nánd, hvort sem hann er fyrir aftan, framan eða við hlið bílsins.

Búnaðurinn lætur ökumann vita með því að varpa mynd af reiðhjóli upp á framrúðu bílsins. Auk þessa búnaðar í bílum Volvo býðst reiðhjólamönnum að hlaða niður app í síma sinn sem lætur þá vita með blikkljósi í hjálmum reiðhjólamanna ef bíll nálgast á hættulegan hátt.

Volvo segir að 700 reiðhjólamenn í Bandaríkjunum látist á hverju ári í árekstrum við bíla og að 49.000 slasist. Með þessum búnaði ætti þessum slysum að fækka verulega eða hverfa alveg. Það er ekki að spyrja að þeim Volvo mönnum hvað öryggisbúnað varðar og frumkvæði í þróun hans. 






×