Íslenski boltinn

Fjalar hættur og heldur í Garðabæinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Fjalar Þorgeirsson mun ganga til liðs við Stjörnuna og taka við markmannsþjálfun hjá félaginu. Hann staðfesti við Fótbolta.net að hann hafi samþykkt tveggja ára samning við félagið.

Fjalar er 37 ára gamall og var síðast á mála hjá Val. Hann hefur einnig leikið með Þrótti, Fram, Fylki og KR á 20 ára ferli í meistaraflokki karla.

Hann segist hafa ætlað að spila áfram en þegar honum bauðst starfið hjá Stjörnunni hafi hann ekki getað hafnað því. „Ég stefndi alltaf í að fara í þjálfun en maður getur ekki stjórnað því sjálfur hvenær tækifærin koma,“ sagði Fjalar.

Henryk Bödker hefur síðustu ár verið markmannsþjálfari Stjörnunnar en hann lét af störfum hjá félaginu í haust. Hann hefur verið orðaður við KR að undanförnu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×