Íslenski boltinn

Flóttinn mikli frá Fram: Aron fékk ósk sína uppfyllta

Aron í leik með Fram í sumar.
Aron í leik með Fram í sumar. vísir/pjetur
ÍBV heldur áfram að hrifsa til sín leikmenn frá Fram en nú er liðið búið að semja við Aron Bjarnason.

Aron vakti mikla athygli á dögunum er hann fór í verkfall þar sem Fram vildi ekki samþykkja tilboð ÍBV í hann. Eyjamenn virðast hafa hækkað tilboðið því Aron er mættur til Eyja.

ÍBV hafði áður samið við fyrrum Framarana Hafstein Briem og Benedikt Októ Bjarnason.

Aron er tólfti leikmaðurinn sem Fram missir frá því að tímabilinu lauk í október.


Tengdar fréttir

Sverrir: Það er ekki einu sinni annar karl í spilinu

Ásgeir Marteinsson varð í gær ellefti leikmaðurinn sem yfirgefur Fram eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Í heildina eru fjórtán leikmenn farnir frá því að síðasta tímabil hófst. Formaður knattspyrnudeildar Fram hefur engar áhyggjur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×