Tónlist

Mikið stress í kringum nýja Quarashi lagið

Í öðrum þætti nýrrar þáttaraðar Hljóðheima hér á Vísi er tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Sölvi Blöndal í aðalhlutverki. Sölvi ræðir hér tónlistarferil sinn, þar á meðal aðdragandann að stofnun Quarashi og sveitina Halleluwah.



Quarashi gaf í vor út sitt fyrsta lag í tíu ár og segir Sölvi að aðdragandinn að því hafi verið stressandi.

„Oft þegar gömul bönd koma saman aftur þá eru allir óánægðir með lögin. Síðan voru margir sem sögðu að við yrðum að gera poppað lag sem yrði spilað á Rás 2 og FM 957. En við ákváðum að kýla á þetta og gera ekta Quarashi lag. Ég notaði S3 samplerinn minn til að gera taktinn, við settum distortion á röddina og svo var þetta bara rapp eins og í gamla daga,“ segir Sölvi.

Þátturinn er annar í þessarri þáttaröð af Hljóðheimum. Meðal fleiri gesta í þáttaröðinni eru Óttarr Proppé, Reykjavíkurdætur, Valgeir Sigurðsson í Bedroom Community og Boogie Trouble.

Þættirnir hétu áður Á bak við borðin og hafa verið í sýningu hér á Vísi síðan í fyrra.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×