Tónlist

Þetta eru vinsælustu lögin á Spotify í ár

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Frá vinstri: Pharrell, Katy Perry og John Legend.
Frá vinstri: Pharrell, Katy Perry og John Legend. vísir/getty
Tónlistarveitan Spotify er búin að gefa út tölur fyrir árið í ár en þar kennir ýmissa grasa.

Um fimmtíu milljónir notenda eru virkir á Spotify og streymdu þeir tónlist í rúmlega sjö milljarða klukkustundir. 

Lögum eftir Katy Perry var oftast streymt ef aðeins er horft á kvenkyns listamenn. Í Bandaríkjunum var lögum Eminem streymt oftast er litið er bæði til karlkyns og kvenkyns listamanna. 

Í Bandaríkjunum voru Spotify-notendur hrifnastir af laginu Fancy með Iggy Azalea en því lagi var streymt mest þar í landi.

Platan X með Ed Sheeran var sú plata sem var streymt oftast í heiminum. Hér fyrir neðan má sjá þau tíu lög sem oftast var streymt á heimsvísu:

1. Happy með Pharrell



2. Rather Be með Clean Bandit (ft. Jess Glynne)



3. Summer með Calvin Harris



4. Dark Horse með Katy Perry



5. All Of Me með John Legend



6. Timber með Pitbull



7. Rude með MAGIC!



8. Waves með Mr. Probz



9. Problem með Ariana Grande



10. Counting Stars með OneRepublic








Fleiri fréttir

Sjá meira


×