Pálmi Rafn: Maginn sagði mér að fara í KR | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. desember 2014 18:06 Gaupi spjallar við Pálma Rafn. vísir/vilhelm Pálmi Rafn Pálmason skrifaði undir þriggja ára samning við KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag, en hann er annar stóri bitinn sem Vesturbæjarstórveldið fær til sín í vetur. Húsvíkingurinn var mjög eftirsóttur, en KA, Valur og FH höfðu mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Guðjón Guðmundsson var í KR-heimilinu í dag þegar Pálmi var kynntur til leiks og spurði hann fyrst af hverju hann valdi KR. „Það er svolítið erfitt að segja. Ég átti í miklum erfiðleikum með að velja og átti gott spjall við öll liðin. Það var svona maginn sem sagði mér að fara í KR. Ég hef mikla trú á verkefninu sem er að fara í gang hérna. Hér vil ég vinna titla og gera það gott,“ sagði Pálmi Rafn. „Það var margt sem spilaði inn í. Ég átti gott spjall við Bjarna og Gumma og fleiri. En á endanum tók ég þessa ákvörðun og vonandi var þetta góð og rétt ákvörðun.“ Pálmi fékk tilboð frá öðrum liðum í Noregi en fannst þau ekki nógu spennandi. Hann vill ekkert segja til um hvort hann geti farið í janúar komi tilboð að utan. „Ég ætla ekkert að segja til um hvað stendur í samningnum. Ég hef hafnað tilboðum að utan sem hafa ekki verið spennandi. Það sem er í gangi hér finnst mér spennandi og þess vegna er ég hérna núna,“ sagði Pálmi. „Það var aðallega Noregur sem var að heyra í mér, en eins og ég segi var það ekki nógu spennandi til að taka því.“ Guðjón ræddi einnig við Bjarna Guðjónsson, þjálfara KR, sem fagnaði því eðlilega að hafa fengið einn feitasta bitann á markaðnum. „Ekki nokkur spurning. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur KR-inga. Hann er ekki bara frábær fótboltamaður heldur frábær karakter. Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur að fá hann,“ sagði Bjarni. „Pálmi er mjög góður leikmaður sem hefði getað verið lengur úti. Það voru vissulega lið hérna heima sem höfðu áhuag á honum. Mér fannst eftir fyrsta fund að hann myndi velja KR á endanum.“ KR-ingar eru einnig búnir að semja við danska varnarmanninn Rasmus Christiansen og þeir eru ekki hættir. „Við þurfum að styrkja okkur meira. Við erum búnir að ganga frá samningum við Rasmus háð ákveðnum skilyrðum. Við þurfum að styrkja okkur, en það er ennþá bara desember,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Viðtölin við þá félaga má sjá hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn gerir þriggja ára samning við KR Húsvíkingurinn verður kynntur til leiks í Vesturbænum í dag. 4. desember 2014 15:53 Pálmi Rafn búinn að semja við KR Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason er orðinn leikmaður KR. Hann skrifaði nú síðdegis undir þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. 4. desember 2014 17:11 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason skrifaði undir þriggja ára samning við KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag, en hann er annar stóri bitinn sem Vesturbæjarstórveldið fær til sín í vetur. Húsvíkingurinn var mjög eftirsóttur, en KA, Valur og FH höfðu mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Guðjón Guðmundsson var í KR-heimilinu í dag þegar Pálmi var kynntur til leiks og spurði hann fyrst af hverju hann valdi KR. „Það er svolítið erfitt að segja. Ég átti í miklum erfiðleikum með að velja og átti gott spjall við öll liðin. Það var svona maginn sem sagði mér að fara í KR. Ég hef mikla trú á verkefninu sem er að fara í gang hérna. Hér vil ég vinna titla og gera það gott,“ sagði Pálmi Rafn. „Það var margt sem spilaði inn í. Ég átti gott spjall við Bjarna og Gumma og fleiri. En á endanum tók ég þessa ákvörðun og vonandi var þetta góð og rétt ákvörðun.“ Pálmi fékk tilboð frá öðrum liðum í Noregi en fannst þau ekki nógu spennandi. Hann vill ekkert segja til um hvort hann geti farið í janúar komi tilboð að utan. „Ég ætla ekkert að segja til um hvað stendur í samningnum. Ég hef hafnað tilboðum að utan sem hafa ekki verið spennandi. Það sem er í gangi hér finnst mér spennandi og þess vegna er ég hérna núna,“ sagði Pálmi. „Það var aðallega Noregur sem var að heyra í mér, en eins og ég segi var það ekki nógu spennandi til að taka því.“ Guðjón ræddi einnig við Bjarna Guðjónsson, þjálfara KR, sem fagnaði því eðlilega að hafa fengið einn feitasta bitann á markaðnum. „Ekki nokkur spurning. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur KR-inga. Hann er ekki bara frábær fótboltamaður heldur frábær karakter. Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur að fá hann,“ sagði Bjarni. „Pálmi er mjög góður leikmaður sem hefði getað verið lengur úti. Það voru vissulega lið hérna heima sem höfðu áhuag á honum. Mér fannst eftir fyrsta fund að hann myndi velja KR á endanum.“ KR-ingar eru einnig búnir að semja við danska varnarmanninn Rasmus Christiansen og þeir eru ekki hættir. „Við þurfum að styrkja okkur meira. Við erum búnir að ganga frá samningum við Rasmus háð ákveðnum skilyrðum. Við þurfum að styrkja okkur, en það er ennþá bara desember,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Viðtölin við þá félaga má sjá hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn gerir þriggja ára samning við KR Húsvíkingurinn verður kynntur til leiks í Vesturbænum í dag. 4. desember 2014 15:53 Pálmi Rafn búinn að semja við KR Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason er orðinn leikmaður KR. Hann skrifaði nú síðdegis undir þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. 4. desember 2014 17:11 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Pálmi Rafn gerir þriggja ára samning við KR Húsvíkingurinn verður kynntur til leiks í Vesturbænum í dag. 4. desember 2014 15:53
Pálmi Rafn búinn að semja við KR Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason er orðinn leikmaður KR. Hann skrifaði nú síðdegis undir þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. 4. desember 2014 17:11