Samstarf

60 milljónir í jólabónus

Dregið verður í Happdrætti Háskóla Íslands þann 10. desember næstkomandi.
Dregið verður í Happdrætti Háskóla Íslands þann 10. desember næstkomandi.
Það er ekki bara Sigmundur sem kann að dreifa út peningum um allar jarðir. Þann 10. desember næstkomandi mun einn heppinn miðaeigandi hljóta hvorki meira né minna en 60 milljónir í kærkominn jólabónus þegar Milljónavelta Happdrættis Háskóla Íslands gengur út.

Það sem af er þessu ári hafa 908.405.000 krónur nú þegar verið greiddar út, algjörlega skattfrjálst. Partíið er þó ekki búið því í þessum síðasta útdrætti ársins munu 135 milljónir bætast í þennan hóp og dreifast til miðaeiganda happdrættisins.

Í tilefni 80 ára afmælis HHÍ var heppnum miðaeigendum komið skemmtilega á óvart í sumar.
Eins gleðilegt og það er að hljóta happdrættisvinning, stóran sem smáan, dreymir líklega flesta um að fá stóra pottinn, 60 milljónirnar, á miðann sinn. Spurningin er hins vegar hvernig maður dettur í slíkan lukkupott? 

Til að byrja með væri ekki vitlaust að skella sér yfir á Facebook-síðu happdrættisins og uppgötva hver þín persónulega lukkutala er. Eins og allir vita þá er afar mikilvægt að leggja sig fram við að setja saman hið fullkomna óskanúmer og þar kemur lukkutalan sér einstaklega vel. 

Tryggir viðskiptavinir happdrættisins hafa tekið þátt með sínu óskanúmeri ár eftir ár. Það er ekki skrýtið enda eru vinningslíkurnar í Happdrætti Háskólans með því besta sem völ er á en miðaeigendur mega eiga von á því að hljóta vinning annað hvert ár að meðaltali. Ekki slæmar líkur, eða hvað? 

Því er ekki að neinu að huga nema þessu einu: Hvað myndir þú gera við 60 milljónir sléttar?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×