Fótbolti

Í bann fyrir ljóta söngva um Messi

vísir/getty
Nokkrir stuðningsmenn Real Madrid urðu sér til skammar á leik félagsins um helgina.

Þá sungu þeir níðsöngva um Lionel Messi og Barcelona. Félagið fordæmir alla slíka hegðun og það gera spænsk knattspyrnuyfirvöld líka.

Þau eru í herferð gegn ljótu orðbragði á knattspyrnuvöllum og má nú refsa félögum fyrir slæma hegðun stuðningsmanna.

Real Madrid ætlar að taka ársmiðann af sautján einstaklingum sem stóðu fyrir söngvunum ljótu. Til greina kemur að setja þá í langt bann frá leikjum félagsins.

Félagið hefur sent öðrum stuðningsmönnum áminningu vegna málsins og minnt á að þeirra hlutverk sé að styðja liðið en ekki níða aðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×