Hvítur vinsælasti bílaliturinn í ár Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2014 16:37 Hvítur er tískuliturinn í ár. PPG Industries heldur utan um hvaða litum bílar allra bílaframleiðenda heims er sprautaðir. Í tölum frá þeim sést að í ár er vinsælasti liturinn, ef lit skildi kalla, hvítur. Það eru 28% allra framleiddra bíla sem málaðir eru hvítum lit. Í næsta sæti er svartur með 18%, og ýmsir grátóna- og silfurlitir ná 13% fjöldans. Gulllitir bílar, „beige“, gulir, appelsínugulir og brúnir eru 10% og rauðir bílar 9%. Vinsældir hvíta litarins hafa vaxið á undanförnum árum því í fyrra voru þeir 25% og 22% árið 2012. Silfurlitir bílar eru á undanhaldi, en þeir voru 20% árið 2012 og 15% í fyrra. Búist er við því að litir verði meira áberandi á næsta ári og að litir eins og brúnn, appelsínugulur og koparlitur muni vinna mjög á. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent
PPG Industries heldur utan um hvaða litum bílar allra bílaframleiðenda heims er sprautaðir. Í tölum frá þeim sést að í ár er vinsælasti liturinn, ef lit skildi kalla, hvítur. Það eru 28% allra framleiddra bíla sem málaðir eru hvítum lit. Í næsta sæti er svartur með 18%, og ýmsir grátóna- og silfurlitir ná 13% fjöldans. Gulllitir bílar, „beige“, gulir, appelsínugulir og brúnir eru 10% og rauðir bílar 9%. Vinsældir hvíta litarins hafa vaxið á undanförnum árum því í fyrra voru þeir 25% og 22% árið 2012. Silfurlitir bílar eru á undanhaldi, en þeir voru 20% árið 2012 og 15% í fyrra. Búist er við því að litir verði meira áberandi á næsta ári og að litir eins og brúnn, appelsínugulur og koparlitur muni vinna mjög á.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent