BMW i8 tækninýjung ársins Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2014 15:02 BMW i8 er að mestu smíðaður úr koltrefjum. Þau blöð og tímarit sem fjalla um bíla hafa ekki hætt að mæra BMW i8 Plug-In Hybrid bílinn frá komu hans. Tímaritið Automobile hefur valið BMW i8 sem tækninýjung ársins í bílaheiminum. Það sem helst skiptir sköpum er notkun BMW á koltrefjum í bílinn. Með mikilli notkun koltrefja hefur BMW tekist að hafa bílinn afar léttan sem skilar sér í lágri eyðslu og mengun en auk þess er hann sterkari, stífari og öruggari fyrir vikið og með betri akstureiginleika. Léttleiki yfirbyggingarinnar hefur einnig þann kost að afl drifrásarinnar þarf ekki vera eins mikið þó svo að bíllinn sé afar snarpur. Bíllinn er aðeins 4,2 uppí 100 km hraða. BMW notar koltrefjar að mestu í smíði bæði i8 og i3 bílanna og hefur í hyggju að nota koltrefjar í fleiri bíla sína á næstunni. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent
Þau blöð og tímarit sem fjalla um bíla hafa ekki hætt að mæra BMW i8 Plug-In Hybrid bílinn frá komu hans. Tímaritið Automobile hefur valið BMW i8 sem tækninýjung ársins í bílaheiminum. Það sem helst skiptir sköpum er notkun BMW á koltrefjum í bílinn. Með mikilli notkun koltrefja hefur BMW tekist að hafa bílinn afar léttan sem skilar sér í lágri eyðslu og mengun en auk þess er hann sterkari, stífari og öruggari fyrir vikið og með betri akstureiginleika. Léttleiki yfirbyggingarinnar hefur einnig þann kost að afl drifrásarinnar þarf ekki vera eins mikið þó svo að bíllinn sé afar snarpur. Bíllinn er aðeins 4,2 uppí 100 km hraða. BMW notar koltrefjar að mestu í smíði bæði i8 og i3 bílanna og hefur í hyggju að nota koltrefjar í fleiri bíla sína á næstunni.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent