Lífið

Cosby bað fréttamann um að klippa út spurningu um kynferðisofbeldi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Fréttastofan AP tók viðtal við grínarann Bill Cosby og eiginkonu hans Camille fimmtudaginn 6. nóvember síðastliðinn. Viðtalið snerist um listaverkasýningu en fréttamaður spurði Cosby einnig út í ásakanir nokkurra kvenna um að hann hafði beitt þær kynferðislegu ofbeldi.



Cosby sagði í viðtalinu ekki vilja tjá sig um málið.



„Við svörum þessu ekki,“ sagði Cosby eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Þegar viðtalinu lauk var ekki slökkt á myndavélunum og voru hjónin enn með hljóðnema á sér. Þá bað Cosby um að þessi hluti viðtalsins yrði ekki sýndur. Fréttamaðurinn sagðist ekki ráða því en lofaði því að bera það undir sína yfirmenn.



„Ég kynni að meta það ef þetta væri klippt út. Ég held að þetta ætti ekki að birtast neins staðar ef þú vilt láta taka þig alvarlega,“ sagði Cosby þegar hann hélt að væri búið að slökkva á myndavélunum. Þá bað hann manneskju, sem ekki sést í mynd, að hringja strax í yfirmenn fréttamannsins og tryggja að þessum hluta viðtalsins yrði eytt.


Tengdar fréttir

Cosby afboðar sig eftir ásakanir um nauðganir

Búið er að afboða komu Bill Cosby, leikara og grínista, í sjónvarpsþáttinn Late Show með David Letterman á CBS. Talið er að það tengist ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og nauðgunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×