Tónlist

Rappþulan haldin í kvöld

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rappþulan, rappkeppni fyrir ungmenni sextán ára og eldri, verður haldin í kvöld í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs. Rappþulan er samstarfsverkefni Sesars A og Molans sem kom til vegna vöntunar á rappkeppni fyrir þennan aldurshóp.

„Eftir velheppnaða keppni 2013 var ljóst að Rappþulan er komin til að vera,“ segir Sesar A. Það var Þeytibrandur sem bar sigur úr býtum í fyrra og siguratriðið má sjá hér fyrir ofan.

„Það verður spennandi að sjá hver verður sigurvegari í ár,“ segir Sesar A sem situr jafnframt í dómnefnd í kvöld ásamt Dr. Gunna og Cell7.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.