Íslenski boltinn

Igor Taskovic samdi við Víking

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Igor Taskovic var lykilmaður í liði Víkings í sumar.
Igor Taskovic var lykilmaður í liði Víkings í sumar. vísir/daníel
Serbneski miðjumaðurinn Igor Taskovic, fyrirliði Pepsi-deildar liðs Víkings, er búinn að semja aftur við félagið og spilar með Víkingi í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Igor, sem var einn af bestu leikmönnum deildarinnar í sumar, var samningslaus eftir tímabilið og óvíst hvort hann myndi snúa aftur.

Hann hefur nú náð samningum við Fossvogsfélagið sem er mikill styrkur fyrir Víkinga. Liðið leikur í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 22 ár næsta sumar.

Igor spilaði 21 leik fyrir Víking í sumar og skoraði þrjú mörk, en liðið hafnaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar sem er besti árangur þess síðan það varð Íslandsmeistari árið 1991.

Þá er líklegt að Víkingar semji við danska markvörðinn Thomas Nielsen sem æfði með liðinu í síðustu viku.

Víkingum vantar aðalmarkvörð eftir að samningar náðust ekki við Ingvar Þór Kale sem varið hefur mark liðsins undanfarin tvö ár. Ingvar segir í viðtali við fótbolti.net að hann hafi ekki viljað taka á sig 30 prósent launalækkun hjá Víkingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×