Lífið

„Bill Cosby er hræðileg mannvera“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty

„Bill Cosby er hræðileg mannvera, jafnvel þegar hann ku ekki vera að byrla konum lyf og nauðga þeim.“ Þetta skrifar Richard Johnson, dálkahöfundur Page Six hjá New York Post. Kemur pistillinn í kjölfar hrinu ásakana í garð Cosby um að hann hafi beitt konur kynferðislegu ofbeldi um árabil.

Richard byggir þetta mat á tveimur heimildarmönnum sínum. Annar þeirra er blaðamaður sem ekki vill láta nafn síns getið. Hann hafi verið með grein tilbúna um Cosby sumarið 1989 um að hann hefði skemmt sér aðeins of mikið með Sammy David Jr. og dansmeyjum í Las Vegas.

Haft var samband við Cosby til að bregðast við greininni en þá bauð grínistinn blaðamanni betri sögu - um fíkniefna- og áfengisbaráttu dóttur sinnar, Erinn Cosby. 

„Ritstjórinn minn sagði mér að pabbi hennar Cosby væri heimildarmaðurinn. Hann kjaftaði um sitt eigið barn,“ segir heimildarmaðurinn.

Hinn heimildarmaður Richards er blaðafulltrúinn Dick Delson.

„Robert Culp var góður vinur og skjólstæðingur. Hann neitaði að leika í I Spy nema að Cosby væri meðleikari hans. Enginn blökkumaður hafði meðleikið í sjónvarpsseríu fyrr en Culp sá til að þetta gerðist,“ segir Dick. En þegar Culp lést úr hjartaáfalli árið 2010 vildi Cosby ekki koma í minningarathöfnina. Hann mætti seint og neitaði að segja nokkur orð um Culp.


Tengdar fréttir

Cosby afboðar sig eftir ásakanir um nauðganir

Búið er að afboða komu Bill Cosby, leikara og grínista, í sjónvarpsþáttinn Late Show með David Letterman á CBS. Talið er að það tengist ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og nauðgunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×