Íslenski boltinn

Brynjar Gauti samdi við meistarana

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brynjar Gauti rífur í spaðann á Rúnari Páli Sigmundssyni eftir undirskriftina í dag.
Brynjar Gauti rífur í spaðann á Rúnari Páli Sigmundssyni eftir undirskriftina í dag. vísir/pjetur
Miðvörðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson er genginn í raðir Íslandsmeistara Stjörnunnar og spilar með þeim í Pepsi-deild karla í knattspyrnu næsta sumar.

Brynjar Gauti var kynntur sem nýr leikmaður meistaranna á blaðamannafundi í Stjörnuheimilinu í dag. Hann skrifaði undir tveggja ára samning.

Þessi 22 ára gamli Ólsari kemur til Stjörnunnar frá ÍBV þar sem hann hefur spilað við góðan orðstír frá 2011. Hann kom til ÍBV frá Víkingi úr Ólafsvík.

Brynjar Gauti á níu leiki að baki fyrir U21 árs landslið Íslands, en hann heillaði marga með frammistöðu sinni gegn firnasterku liði Dana í umspili um sæti á EM í síðasta mánuði.

Miðvörðurinn er fyrsti leikmaðurinn sem Stjarnan fær til sín eftir tímabilið, en Brynjar Gauti kemur til með að fylla í skarð danska varnarmannsins Martins Rauschenbergs.


Tengdar fréttir

Brynjar Gauti á leið í Stjörnuna

Miðvörðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson hefur gengið til liðs við Stjörnuna frá ÍBV en vefsíðan Eyjamenn.com greindu frá þessu seint í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×