Íslenski boltinn

Atli Viðar áfram hjá FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Atli Viðar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH og verður því áfram hjá félaginu þar sem hann hefur verið síðan 2000, undanfarin fjórtán ár. Þetta kemur fram á fhingar.net.

Hann varð samningslaus eftir tímabilið og íhugaði um tíma að yfirgefa FH og leita á önnur mið. Hann er markahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi og skoraði átta mörk í átján leikjum í sumar.

Atli Viðar skrifaði undir svokallaðan 1+1 samning. Í raun er það tveggja ára samningur með uppsagnarákvæði eftir eitt ár.

Atli Viðar hefur orðið Íslandsmeistari með FH sex sinnum, 2004, 2005, 2006, 2008, 2009 og 2012.


Tengdar fréttir

Feitustu bitarnir á leikmannamarkaðnum

Pepsi-deildinni lauk á laugardaginn og það eru sjö mánuðir í næsta leik. Þangað til gætu margir leikmenn fundið sér nýtt heimili. Fréttablaðið skoðar í dag eftirsóttustu leikmennina á markaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×