Óhollasti hamborgari í heimi? Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2014 21:57 Mynd/Greene King Breska veitingastaðakeðjan Hungry horse, eða Svangur hestur, setti nýverið nýjan hamborgara á matseðla sína. Sem væri svo sem ekki frásögum færandi, nema að vangaveltur eru uppi um hvort óhollasta hamborgara í heimi sé að ræða. Í hamborgaranum eru tveir borgarar með osti, fjórar beikonsneiðar og BBQ sósa, sem sett er á milli tveggja sykurhúðaðra kleinuhringja. Double donut burger, eins og hann er kallaður ytra, er 1.996 kaloríur, samkvæmt vef Telegraph. Sem er 98 prósent af ráðlögðum dagsskammti kvenna. Hann er auglýstur undir slagorðinu: „Svo rangt, að það er rétt.“ Á vef BBC segir að gagnrýnendur hafi kallað hamborgarann: „Hjartaáfall á diski.“ Þá hefur hamborgarinn einnig orðið fyrir mikilli gagnrýni á Twitter, eins og sjá má hér að neðan. #hungryhorse Tweets Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Breska veitingastaðakeðjan Hungry horse, eða Svangur hestur, setti nýverið nýjan hamborgara á matseðla sína. Sem væri svo sem ekki frásögum færandi, nema að vangaveltur eru uppi um hvort óhollasta hamborgara í heimi sé að ræða. Í hamborgaranum eru tveir borgarar með osti, fjórar beikonsneiðar og BBQ sósa, sem sett er á milli tveggja sykurhúðaðra kleinuhringja. Double donut burger, eins og hann er kallaður ytra, er 1.996 kaloríur, samkvæmt vef Telegraph. Sem er 98 prósent af ráðlögðum dagsskammti kvenna. Hann er auglýstur undir slagorðinu: „Svo rangt, að það er rétt.“ Á vef BBC segir að gagnrýnendur hafi kallað hamborgarann: „Hjartaáfall á diski.“ Þá hefur hamborgarinn einnig orðið fyrir mikilli gagnrýni á Twitter, eins og sjá má hér að neðan. #hungryhorse Tweets
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið