Íslenski boltinn

Alexander samdi við Keflavík

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexander Magnússon.
Alexander Magnússon. mynd/skjáskot
Alexander Magnússon, sem leikið hefur með Grindavík undanfarin ár í Pepsi-deildinni og 1. deild karla í knattspynu, er genginn í raðir Keflavíkur.

Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta, en Alexander hefur lítið getað verið með undanfarin tvö ár vegna meiðsla.

„Ég tel mig vera tilbúinn og Keflavík er tilbúið að hjálpa mér til þess að jafna mig almennilega,“ segir Alexander í viðtali við Víkurfréttir.

Alexander er þriðji leikmaðurinn sem Keflvíkingar fá til sín eftir að tímabilinu lauk, en áður skrifaði liðið undir samninga við Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árna Antoníusson sem báðir komu frá FH.

Hér að neðan má sjá viðtal við Alexander sem Víkurfréttir tóku eftir undirskriftina í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×