Íslenski boltinn

Rasmus á leið í KR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rasmus í baráttunni.
Rasmus í baráttunni. Vísir/Vilhelm
Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen hefur samþykkt að ganga í raðir KR, en þetta staðfesti Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, við Fótbolta.net í dag.

Rasmus lék með ÍBV í þrjú sumur frá árinu 2010 til 2012 við goðan orðstít, en hann yfirgaf ÍBV fyrir norska B-deildarliðið Ull/Kisa.

Rasmus sleit krossbönd í sumar, en hann er á góðri leið með að jafna sig á þeim og mun hann fara í læknisskoðun í janúar. Eftir það mun hann svo skrifa undir samning standist hann læknisskoðunina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×