Íslenski boltinn

Formaður Fram: Aron á að mæta á æfingar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmaðurinn og formaðurinn.
Leikmaðurinn og formaðurinn. vísir/daníel og vilhelm
Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er ekki par sáttur við að samningsbundinn leikmaður félagsins sé farinn í verkfall.

Aron hefur ekki mætt á síðustu þrjár æfingar Fram-liðsins en hann er ósáttur við að Fram hafi ekki samþykkt tilboð í sig frá ÍBV.

„Það er dálítið skrýtið hvað leikmenn kosta til Fram og hvað þeir eiga að kosta síðan frá félaginu. Ég veit hvað við borgum fyrir menn og það hefur enginn áhyggjur af því. Það hafa aftur á móti allir áhyggjur af þessu ef þeir þurfa að fara frá Fram," segir Sverrir ákveðinn.

„Við fengum tilboð í leikmanninn sem við gátum ekki sætt okkur við. Hann er samningsbundinn Fram og á því að mæta á æfingar hjá félaginu. Það er bara svoleiðis. Þetta er ekkert flókið. Það liggur alveg fyrir hvað við viljum fá fyrir hann en við höfum ekki fengið tilboð sem nær þeirri tölu."

Sverrir segir að eðlilega þurfi að tækla málið fljótlega.

„Það er ekkert gaman að standa í þessu. Þetta er mjög skrýtið. Það er nú einu sinni þannig að ef menn gera samning þá virka þeir á báða bóga. Segjum sem svo að þetta væri á hinn veginn og félagið þyrfti að losa sig við leikmanninn en gæti ekki sagt upp samningi. Hvernig lítur það út?"


Tengdar fréttir

Viktor Bjarki hættur hjá Fram

Nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum og yfirgefur Safamýrarliðið eftir tvö ár í herbúðum þess.

Arnþór Ari í Breiðablik

Arnþór Ari valdi Breiðablik, en leikmaðurinn var eftirsóttur af stærstu klúbbum landsins.

Halldór í Leikni og Fram missir áttunda manninn

Leiknir tilkynnti í kvöld að félagið væri búið að semja við Halldór Kristin Halldórsson en hann hefur verið í útlegð síðustu fjögur ár hjá Keflavík og Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×