Íslenski boltinn

Eyjamenn missa bakvörð í Grafarvoginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Á myndinni má sjá Arnór ásamt Ágústi Gylfasyni þjálfara Fjölnis og Árna Hermannssyni stjórnamanni knattspyrnudeildar eftir að skrifað hafði verið undir samninginn í dag.
Á myndinni má sjá Arnór ásamt Ágústi Gylfasyni þjálfara Fjölnis og Árna Hermannssyni stjórnamanni knattspyrnudeildar eftir að skrifað hafði verið undir samninginn í dag. Mynd/Fjölnir
Arnór Eyvar Ólafsson, bakvörðurinn frá Vestmannaeyjum, ætlar að spila með Fjölni í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Arnór Eyvar gat ekkert spilað með ÍBV í sumar vegna meiðsla en átti mjög gott tímabil sumarið 2013.

Arnór Eyvar hafði spilað með ÍBV-liðið síðan að það var í 1. deildinni og lék alls 85 úrvalsdeildarleiki með liðinu frá 2009 til 2013.

Arnór Eyvar skrifaði undir tveggja ára samning við Grafarvogsliðið en hann mun örugglega styrkja lið Fjölnis næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×