Íslenski boltinn

Ingvar: Ekki öruggt að ég verði áfram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ingvar Þór Kale í leik með Víkingi í sumar.
Ingvar Þór Kale í leik með Víkingi í sumar. vísir/daníel
Ingvar Þór Kale, markvörður Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, segir það ekki öruggt að hann verji áfram mark liðsins.

„Ég er ekki 100 prósent á því að vera áfram,“ segir Ingvar sem er uppalinn hjá Víkingi og kom aftur til þess árið 2012 eftir fjögurra ára dvöl hjá Breiðabliki.

Samningaviðræður milli Ingvars og Víkinga eru í gangi. Milos Milojevic, annar þjálfara liðsins, sagði við Vísi í morgun að hann vonaðist til að halda markverðinum.

„Ég er að ræða við þá og þetta kemur í ljós. Að sjálfsögðu er draumurinn að vera áfram í Víkinni enda erfitt að finna meiri Víking en mig,“ segir Ingvar sem er að æfa með liðinu.

„Ég er samningsbundinn til áramóta og stend við mitt þangað til að minnsta kosti,“ segir hann.

Víkingar eru komnir í viðbragðsstöðu og voru með danska markvörðinn Thomas Nielsen á reynslu í vikunni. Hann spilaði æfingaleik með liðinu í gær og líst þjálfurum liðsins vel á hann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×