Gestirnir ljómuðu á Gló Rikka skrifar 1. nóvember 2014 10:30 Gló opnaði nýja lífstílsverslun og veitingastað í Fákafeninu í gærkvöldi. Verslunin er einnar sinnar tegundar á landinu og býður upp á úrval af lífrænum vörum. „Gló er yfirnáttúrulegur heimur þar sem að við bjóðum upp á stærsta úrval af lífrænu grænmeti á landinu. Á staðnum er einnig nýjung sem að við köllum Tónik bar en þar er að finna drykki sem samansettir eru af ýmsum jurtum og duftum sem hafa heilnæm áhrif á líkama og sál", segir Solla Eiríks, eigandi Gló. Í versluninni er einnig að finna Skálina en það er hollur og lífrænn skyndibitastaður þar sem viðskiptavinir geta sett saman sjálfir sína máltíð. „Skálin er einskonar „Street Café", þar velur viðskiptavinurinn sér grunn, hvort sem að það er salat, grjón eða annað og byggir svo máltíðina upp með hollum valkostum eins og kjötbollum, fiski, kjúkling, grænmeti og fleiru," segir Solla og bætir við að verslunin sé einnig plastpokalaus. Elías Guðmundsson, Sólveig Eiríksdóttir, Júlía Ólafsdóttirvisir/Vilhelm Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Gló opnaði nýja lífstílsverslun og veitingastað í Fákafeninu í gærkvöldi. Verslunin er einnar sinnar tegundar á landinu og býður upp á úrval af lífrænum vörum. „Gló er yfirnáttúrulegur heimur þar sem að við bjóðum upp á stærsta úrval af lífrænu grænmeti á landinu. Á staðnum er einnig nýjung sem að við köllum Tónik bar en þar er að finna drykki sem samansettir eru af ýmsum jurtum og duftum sem hafa heilnæm áhrif á líkama og sál", segir Solla Eiríks, eigandi Gló. Í versluninni er einnig að finna Skálina en það er hollur og lífrænn skyndibitastaður þar sem viðskiptavinir geta sett saman sjálfir sína máltíð. „Skálin er einskonar „Street Café", þar velur viðskiptavinurinn sér grunn, hvort sem að það er salat, grjón eða annað og byggir svo máltíðina upp með hollum valkostum eins og kjötbollum, fiski, kjúkling, grænmeti og fleiru," segir Solla og bætir við að verslunin sé einnig plastpokalaus. Elías Guðmundsson, Sólveig Eiríksdóttir, Júlía Ólafsdóttirvisir/Vilhelm
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira