Fótbolti

Toure og Fernandinho báðu stuðningsmenn City afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manchester City þarf kraftaverk til að komast upp úr riðli sínum í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap gegn CSKA Moskvu á heimavelli í gær.

Fernandinho og Yaya Toure fengu báðir að líta rauða spjaldið í leiknum líkt og sjá má hjá neðst í fréttinni. Báðir báðust afsökunar á Twitter-síðum sínum í gær.

Toure skoraði glæsilegt mark úr aukspyrnu fyrir City í gær eftir að Seydou Doumbia hafði komið gestunum yfir snemma leiksins. En það dugði ekki til þar sem Doumbia skoraði öðru sinni skömmu síðar.

Fernandinho fékk rautt fyrir tvær áminningar og Toure beint rautt fyrir að ýta við Roman Eremenko.

Leikmenn City voru þar að auki afar ósáttir við störf gríska dómarans Tasos Sidoropolous sem sleppti því að dæma vítaspyrnu á rússana undir lok leiksins, auk þess sem að hann gaf röngum manni gult spjald þegar Pontus Wernbloom hefði átt að fá sína aðra áminningu í leiknum.

Átti Sergio Agüero að fá víti? Tvö rauð spjöld á leikmenn City: Vitlaus maður fær gult spjald:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×