Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2014 11:15 Joyce, Theo og Maaike. Vísir/Andri Marinó „Við erum ástfangin af Íslandi,“ segja hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi sem eru á meðal fimm þúsund erlendra gesta á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fór formlega af stað í gærkvöldi. Hjónin voru mætt í Hörpu í gærkvöldi ásamt vinkonu sinni Maaike van Oorsouw og voru í frábærum gír þegar blaðamaður hitti á þau. „Við elskum íslenska náttúru, fólkið og Reykjavík. Eiginlega bara allt,“ segir Theo og Joyce bætir um leið við: „Og súkkulaðikökuna. Hún er ótrúlega góð.“ Blaðamaður verður aðeins undrandi. Þótt hann sé sjálfur mikill aðdáandi súkkulaðiköku gerði hann sér ekki grein fyrir að sú íslenska væri svo vinsæl meðal ferðamanna, eða Hollendinga. Aðspurð hvar þau fái þessa tilteknu súkkulaðiköku svara hjónakornin því til að þau geti fengið hana úti um allt í íslenskum bakaríum. „Svona súkkulaðikaka er ófáanleg í Hollandi,“ segja þau hlæjandi og bæta við að íslenska gulrótarkakan sé sömuleiðis einstök. Þremenningarnir hafa verið vinir í níu ár, voru saman í skóla. Van Kaathoven-hjónin eru á Íslandi í fjórða skipti en þetta er í annað sinn sem þau mæta á Iceland Airwaves. Maaike er hins vegar í sinni fyrstu heimsókn til landsins. Í tal berst að hún er einhleyp. „Við erum að leita að kærasta fyrir hana. Helst íslensks víkings,“ segir Joyce hlæjandi og Maaike brosir líka. „Þau vilja að ég næli mér í íslenskan kærasta svo þau geti komið oftar til Íslands.“ Aðspurð hvernig gangi að finna hinn eina sanna fyrir vinkonuna segir Joyce ekkert að frétta enn sem komið er. Hátíðin sé hins vegar aðeins nýhafin. „Hún er líka svo kröfuhörð!“ segir Theo og uppsker mótmæli frá Maaike. Skella þau svo öll upp úr saman. Vinirnir voru búnir að sjá Agent Fresco sem eru í miklu uppáhaldi hjá Theo. „Þeir voru góðir en hljómburðurinn í Gamla bíói var ekki alveg nógu góður,“ segir Theo sem ætlar að sjá sveitina öðru sinni á föstudagskvöldið. Airwaves Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
„Við erum ástfangin af Íslandi,“ segja hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi sem eru á meðal fimm þúsund erlendra gesta á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fór formlega af stað í gærkvöldi. Hjónin voru mætt í Hörpu í gærkvöldi ásamt vinkonu sinni Maaike van Oorsouw og voru í frábærum gír þegar blaðamaður hitti á þau. „Við elskum íslenska náttúru, fólkið og Reykjavík. Eiginlega bara allt,“ segir Theo og Joyce bætir um leið við: „Og súkkulaðikökuna. Hún er ótrúlega góð.“ Blaðamaður verður aðeins undrandi. Þótt hann sé sjálfur mikill aðdáandi súkkulaðiköku gerði hann sér ekki grein fyrir að sú íslenska væri svo vinsæl meðal ferðamanna, eða Hollendinga. Aðspurð hvar þau fái þessa tilteknu súkkulaðiköku svara hjónakornin því til að þau geti fengið hana úti um allt í íslenskum bakaríum. „Svona súkkulaðikaka er ófáanleg í Hollandi,“ segja þau hlæjandi og bæta við að íslenska gulrótarkakan sé sömuleiðis einstök. Þremenningarnir hafa verið vinir í níu ár, voru saman í skóla. Van Kaathoven-hjónin eru á Íslandi í fjórða skipti en þetta er í annað sinn sem þau mæta á Iceland Airwaves. Maaike er hins vegar í sinni fyrstu heimsókn til landsins. Í tal berst að hún er einhleyp. „Við erum að leita að kærasta fyrir hana. Helst íslensks víkings,“ segir Joyce hlæjandi og Maaike brosir líka. „Þau vilja að ég næli mér í íslenskan kærasta svo þau geti komið oftar til Íslands.“ Aðspurð hvernig gangi að finna hinn eina sanna fyrir vinkonuna segir Joyce ekkert að frétta enn sem komið er. Hátíðin sé hins vegar aðeins nýhafin. „Hún er líka svo kröfuhörð!“ segir Theo og uppsker mótmæli frá Maaike. Skella þau svo öll upp úr saman. Vinirnir voru búnir að sjá Agent Fresco sem eru í miklu uppáhaldi hjá Theo. „Þeir voru góðir en hljómburðurinn í Gamla bíói var ekki alveg nógu góður,“ segir Theo sem ætlar að sjá sveitina öðru sinni á föstudagskvöldið.
Airwaves Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira