Íslenski boltinn

Halldór í Leikni og Fram missir áttunda manninn

Halldór í Leikninsbúningnum.
Halldór í Leikninsbúningnum. mynd/leiknir
Leiknir tilkynnti í kvöld að félagið væri búið að semja við Halldór Kristin Halldórsson en hann hefur verið í útlegð síðustu fjögur ár hjá Keflavík og Val.

Halldór er uppalinn Leiknismaður og og er fimmti leikjahæsti leikmaður Leiknis frá upphafi með 125 leiki. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleiks árið 2003.

Það er mikill styrkur fyrir nýliðana í Pepsi-deildinni að fá Halldór aftur heim.

Svo samdi KR í dag við markvörðinn unga og efnilega, Hörð Fannar Björgvinsson. Hann kemur til félagsins frá Fram og er áttundi leikmaðurinn sem yfirgefur Fram síðan tímabilinu lauk.

Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, segir við fótbolta.net að Hörður sé efnilegasti markvörður landsins. Bjarni ætti að vita það enda var hann þjálfari Harðar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×