Lífið

Fólkið á Airwaves: Ekkert jafnast á við íslenskt reggí

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
VInkonurnar Maddalena Cebese og Victoria Wadersee elska íslenskt reggí.
VInkonurnar Maddalena Cebese og Victoria Wadersee elska íslenskt reggí. VÍSIR/ANDRI MARÍNÓ
Vinkonurnar Maddalena Cebese og Victoria Wadersee eru báðar þýskar en búsettar í London þar sem þær eru í háskóla. Fyrr á árinu heilluðust þær af Íslandi og ákváðu að skella sér á Airwaves eftir að hafa séð dagskrá hátíðarinnar. 

„Við sáum að dagskráin var alveg frábær og margar hljómsveitir sem eru í uppáhaldi hjá okkur,“ útskýra þær. 

„Það sem hefur komið mest á óvart hingað til eru samt öll þessi frábæru íslensku bönd,“ segir Maddalena. Victoria tekur undir það.

„Við vorum til dæmis að koma af tónleikum með reggíhljómsveitinni Amabadama og það var algjör snilld! Við vissum ekki einu sinni að það væri til íslenskt reggí, en svo bara duttum við inná þessa tónleika fyrir tilviljun. Það er eiginlega eins og reggí hafi verið búið til fyrir íslenska tungumálið, hvern hefði grunað að þetta færi svona vel saman?,“ segir hún og þær vinkonur skella uppúr.  

Þær eru líka mjög hrifnar af íslenskum mat, þá sér í lagi humarsúpu.

„Okkur var voða kalt í gær og fórum og fengum okkur humarsúpu á Sægreifanum, sem var alveg frábær og góð til að safna orku á milli tónleika,“ segja þær alsælar með gang mála.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×