Sala Lada loks á uppleið Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2014 10:48 Lada jepplingur á bílasýningu. Sala bíla í Rússlandi hefur verið dræm það sem af er ári og stefnir í 20% minni sölu en í fyrra. Sala Lada hefur á undanförnum misserum minnkað meira en annarra framleiðenda, sérstaklega erlendra en svo virðist sem Rússar vilji frekar erlenda bíla en þá innlendu. Nú skín sólin þó aðeins bjartar við sjóndeildarhring Lada, en í fyrsta skipti í 19 mánuði samfellt hefur salan aukist. Sala Lada í október reis um 5% og salan erlendis um 1%. Ekki háar vaxtartölur þar, en engu að síður mikill bati. Það sem helst hefur drifið áfram söluna á Lada bílum er ákvörðun rússneskra yfirvalda þar sem kaupendur nýrra bíla fá greitt fyrir að afskrifa gamla bíla. Útlit er þó fyrir að sala Lada bíla muni minnka um 21% á þessu ári og heildarsalan verða 425.000 bílar. Lada er í meirihlutaeigu Renault-Nissan og nýr forstjóri Lada, Bo Andersson hefur boðað miklar breytingar á framleiðslu Lada bíla. Meðal annars er stefnan að auka framleiðni á hvern starfsmann úr 20 bílum á ári í 60. Bo Andersson er fyrsti útlendingurinn sem stjórnað hefur Lada í 48 ára sögu þess. Við enda árs í fyrra unnu 66.000 manns í verksmiðjum Lada en í lok þessa árs verða starfmenn þar einungis 52.500. Lada bílar eru ódýrir í Rússlandi og þörf til þar sem laun eru í takti við það. Fá má bíla á svo lítið sem 775.000 krónur í Rússlandi og er þá um að ræða bílgerðina Lada Granta. Rússneskir bílaframleiðendur hafa eins og áður segir átt bágt undanfarið og er svo komið að minna en 20% bíla sem seljast í Rússlandi nú eru rússneskir. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent
Sala bíla í Rússlandi hefur verið dræm það sem af er ári og stefnir í 20% minni sölu en í fyrra. Sala Lada hefur á undanförnum misserum minnkað meira en annarra framleiðenda, sérstaklega erlendra en svo virðist sem Rússar vilji frekar erlenda bíla en þá innlendu. Nú skín sólin þó aðeins bjartar við sjóndeildarhring Lada, en í fyrsta skipti í 19 mánuði samfellt hefur salan aukist. Sala Lada í október reis um 5% og salan erlendis um 1%. Ekki háar vaxtartölur þar, en engu að síður mikill bati. Það sem helst hefur drifið áfram söluna á Lada bílum er ákvörðun rússneskra yfirvalda þar sem kaupendur nýrra bíla fá greitt fyrir að afskrifa gamla bíla. Útlit er þó fyrir að sala Lada bíla muni minnka um 21% á þessu ári og heildarsalan verða 425.000 bílar. Lada er í meirihlutaeigu Renault-Nissan og nýr forstjóri Lada, Bo Andersson hefur boðað miklar breytingar á framleiðslu Lada bíla. Meðal annars er stefnan að auka framleiðni á hvern starfsmann úr 20 bílum á ári í 60. Bo Andersson er fyrsti útlendingurinn sem stjórnað hefur Lada í 48 ára sögu þess. Við enda árs í fyrra unnu 66.000 manns í verksmiðjum Lada en í lok þessa árs verða starfmenn þar einungis 52.500. Lada bílar eru ódýrir í Rússlandi og þörf til þar sem laun eru í takti við það. Fá má bíla á svo lítið sem 775.000 krónur í Rússlandi og er þá um að ræða bílgerðina Lada Granta. Rússneskir bílaframleiðendur hafa eins og áður segir átt bágt undanfarið og er svo komið að minna en 20% bíla sem seljast í Rússlandi nú eru rússneskir.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent