Tónlist

Sigtryggur og Mugison mættu með hatt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sigtryggur til vinstri, Mugison til hægri.
Sigtryggur til vinstri, Mugison til hægri. vísir/ernir
Nöfn þeirra átján, íslensku hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni og kaupstefnunni Eurosonic á næsta ári voru tilkynnt í gær á Nordic Playlist Radio Bar á Laugavegi.

Sérstök áhersla verður á íslenska tónlist á Eurosonic sem verður haldin í Gröningen í Hollandi í janúar. Íslensku sveitirnar sem spila á hátíðinni eru Low Roar, Kaleo, Kiasmos, Júníus Meyvant, Rökkurró, Samaris, Sóley, Vök, Árstíðir, dj. flugvél og geimskip, Fufanu, M-Band, Óbó, Skálmöld, Sólstafir, Tonik Ensemble, Ylja og Young Karin. Þekktir erlendir tónlistarmenn sem koma fram eru til dæmis James Blake og Lykke Li.

Góð stemning var á Nordic Playlist Radio Bar í gær þegar sveitirnar voru tilkynntar og mættu Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útón - Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og tónlistarmaðurinn Mugison nánast í stíl.

Frank Hall, Sigtryggur og Matti.
Eygló Harðardóttir sinnir starfi ráðherra norrænna samstarfsmála.
Mugison og Árni Matthíasson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.