Íslenski boltinn

Ármann og Ingi áfram hjá Þór

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Orri Stefánsson úr knattspyrnustjórn, Ármann, Ingi og Donni við undirritun samninga í gær.
Orri Stefánsson úr knattspyrnustjórn, Ármann, Ingi og Donni við undirritun samninga í gær. Mynd/Heimasíða Þórs
Stuðningsmenn Þórs á Akueyri fengu góðar fréttir í gær þegar Ármann Pétur Ævarsson og Ingi Freyr Hilmarsson framlengdu samninga sína við félagið. Þetta kom fram á heimasíðu Þórs í gær.

Ármann og Ingi eru meðal reyndustu leikmanna Þórs. Ármann hefur verið í meistaraflokki síðastliðin 13 ár, leikið rúmlega 200 leiki fyrir félagið og skorað 56 mörk.

Ingi, sem leikur í stöðu vinstri bakvarðar, kom til félagsins 2010 og hefur síðan þá leikið tæplega 100 leiki og skorað þrjú mörk.

Þórsarar féllu úr Pepsi-deildinni í haust eftir tveggja ára dvöl. Í kjölfarið tilkynnti Páll Viðar Gíslason að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir fjögur ár við stjórnvölinn. Við starfi hans tók Halldór Jón „Donni“ Sigurðsson, fyrrverandi þjálfari Tindastóls.


Tengdar fréttir

Páll Viðar hættur með Þór

Tilkynnt var á lokahófi knattspyrnudeildar Þórs í gærkvöldi að Páll Viðar Gíslason er hættur sem þjálfari liðsins en hann hafði þjálfað liðið frá því í byrjun sumars 2010.

Donni ekki lengi að finna starf - tekur við Þór

Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, verður næsti þjálfari 1. deildarliðs Þórs frá Akureyri en þetta staðfesti Aðalsteinn Ingi Pálsson formaður knattspyrnudeildar Þórs við Fótbolta.net í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×