Nordic Playlist setur upp útvarpsstöð í Reykjavík 8. nóvember 2014 13:26 Finnski tónlistarmaðurinn Jaakoo Eino Kaleve var með tónleika á útvarpsbarnum í gær Í tilefni af Iceland Airwaves hátíðinni hafa aðstandendur Nordic Playlist sett á laggirnar útvarpsbar sem verður hluti af off-venue dagskrá Iceland Airwaves. En Nordic Playlist vefsíðunni var hleypt af stokkunum 6.janúar sl. og nýtur síðan vaxandi vinsælda. Útvarpsbarinn hóf göngu sína í gær og mun þáttagerðarfólk frá öllum Norðurlöndunum, Bretlandi og Þýskalandi sinna dagskrárgerð á stöðinni á meðan að hátíðin stendur yfir en útsendingar fara fram í sérhönnuðu rými við Laugaveg 91. Samtals taka 17 þáttagerðarmenn þátt í útsendingunni þeirra á meðal er íslenska útvarpsfólkið Þuríður Blær, Mattías Már, Orri Freyr og Ólafur Páll. Á meðal erlendu gestanna er Huw Stepehns sem er einn þekktasti plötusnúður BBC, Per Sinding Larsen frá sænska ríkisútvarpinu og Christine Dancke se nýtur mikilla vinsælda á norska ríkisútvarpinu. Íslandsvinurinn Jan Sneum frá danska ríkisútvarpinu verður með áhugaverðan þátt um 5 goðsagnir sem hafa haft áhrif. Efnistök eru í höndum þáttargerðarfólksins sjálfs en þættirnir eiga það sameiginlegt að fjalla allir um Norræna tónlist. Að auki munu Jaakko Eino frá Finlandi, Ásgeir og Byrta frá Færeyjum koma fram á tónleikum. Hér má finna dagskrá útvarpsbarsins í heild sinniOrri Freyr á X977 var með þátt á stöðinni í gærÚtvarpsbarinn verður rekinn á Laugavegi 91 og er opinn öllum almenningi. Hönnuðurinn Kristín María Sigþórsdóttir sér um að setja barinn saman og hannar jafnframt mat og drykk í samræmi við uppákomuna. Þeir sem eiga ekki tök á að heimsækja barinn geta fylgst með útsendingum í gegnum lénið: https://nordicplaylist.com/radiobarFrancine Gorman, ritstjóri Nordic Playlist segir spennandi að standa að þessum viðburði: “Nordic Playlist er settur á laggirnar til að auðvelda fólki að uppgötva og upplifa Norræna tónlist og útvarpsbarinn verður í þeim anda. Þarna verður fjölbreytt flóra Norænnar tónlistar kynnt frá mjög þekktum og virtum plötusnúðum um leið og við vekjum athygli á tónlistarmönnum og plötusnúðum sem hafa unnið með okkur á þessu fyrsta ári okkar.”Anna Hildur Hildibrandsdottir, sem stýrir NOMEX og Nordic Playlist verkefninu segir þetta fyrstu tilraunina til að reka útvarpsbar: ”Við höfum fengið frábærar viðtökur við síðunni síðan að hún opnaði í janúar og það er ákveðin viðurkenning að hafa fengið allar ríkisútvarpsstöðvarnar til liðs við útvarpsbarinn. Í framhaldinu munum við skoða að skjóta upp kollinum Norðurlöndunum á næsta ári. Við erum búin að vera í samstarfi við hátíðir á borð við Hróaskeldu, By:Larm, Flow og Way Out West á þessu ári en þetta er langstærsta verkefnið okkar hingað til við erum því mjög spennt að sjá hvernig til tekst.”Um Nordic PlaylistNordic Playlist er vefsíða sem opnaði 6. janúar 2014. Hún er tileinkuð norrænni tónlist og vikulega setja tónlistarmenn saman lista af uppáhaldslögunum sínum. Áhugaverðir plötusnúðar koma setja saman mix tape og fréttir eru fluttar af útgáfum og viðburðum. Jafnframt eru hlekkjað á vinsækdarlista allra landanna. Norræni spilunarlistinn er studdur af Norrænu ráðherranefndinni. Í þessari viku er listinn frá Lykke Li – https://nordicplaylist.com/. Á meðal listamanna sem hafa sett saman spilunarlista eru Nanna Bryndís Hilmarsdóttir frá Of Monsters and Men, Emilíana Torrini, Jonas Bjerre frá Mews, Icona Pop og Erlend Øye. Íslenski tónlistarmaðurinn Ásgeir á spilunarlistann sem birtist í Iceland Airwaves vikunni en alls hafa yfir 40 spilunarlistar hafa verið settir upp á síðunni. Airwaves Harmageddon Mest lesið Hver er tilgangur lífsins hjá trúleysingjum? Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Vonar að pabbi verði ekki mikið fullur Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon
Í tilefni af Iceland Airwaves hátíðinni hafa aðstandendur Nordic Playlist sett á laggirnar útvarpsbar sem verður hluti af off-venue dagskrá Iceland Airwaves. En Nordic Playlist vefsíðunni var hleypt af stokkunum 6.janúar sl. og nýtur síðan vaxandi vinsælda. Útvarpsbarinn hóf göngu sína í gær og mun þáttagerðarfólk frá öllum Norðurlöndunum, Bretlandi og Þýskalandi sinna dagskrárgerð á stöðinni á meðan að hátíðin stendur yfir en útsendingar fara fram í sérhönnuðu rými við Laugaveg 91. Samtals taka 17 þáttagerðarmenn þátt í útsendingunni þeirra á meðal er íslenska útvarpsfólkið Þuríður Blær, Mattías Már, Orri Freyr og Ólafur Páll. Á meðal erlendu gestanna er Huw Stepehns sem er einn þekktasti plötusnúður BBC, Per Sinding Larsen frá sænska ríkisútvarpinu og Christine Dancke se nýtur mikilla vinsælda á norska ríkisútvarpinu. Íslandsvinurinn Jan Sneum frá danska ríkisútvarpinu verður með áhugaverðan þátt um 5 goðsagnir sem hafa haft áhrif. Efnistök eru í höndum þáttargerðarfólksins sjálfs en þættirnir eiga það sameiginlegt að fjalla allir um Norræna tónlist. Að auki munu Jaakko Eino frá Finlandi, Ásgeir og Byrta frá Færeyjum koma fram á tónleikum. Hér má finna dagskrá útvarpsbarsins í heild sinniOrri Freyr á X977 var með þátt á stöðinni í gærÚtvarpsbarinn verður rekinn á Laugavegi 91 og er opinn öllum almenningi. Hönnuðurinn Kristín María Sigþórsdóttir sér um að setja barinn saman og hannar jafnframt mat og drykk í samræmi við uppákomuna. Þeir sem eiga ekki tök á að heimsækja barinn geta fylgst með útsendingum í gegnum lénið: https://nordicplaylist.com/radiobarFrancine Gorman, ritstjóri Nordic Playlist segir spennandi að standa að þessum viðburði: “Nordic Playlist er settur á laggirnar til að auðvelda fólki að uppgötva og upplifa Norræna tónlist og útvarpsbarinn verður í þeim anda. Þarna verður fjölbreytt flóra Norænnar tónlistar kynnt frá mjög þekktum og virtum plötusnúðum um leið og við vekjum athygli á tónlistarmönnum og plötusnúðum sem hafa unnið með okkur á þessu fyrsta ári okkar.”Anna Hildur Hildibrandsdottir, sem stýrir NOMEX og Nordic Playlist verkefninu segir þetta fyrstu tilraunina til að reka útvarpsbar: ”Við höfum fengið frábærar viðtökur við síðunni síðan að hún opnaði í janúar og það er ákveðin viðurkenning að hafa fengið allar ríkisútvarpsstöðvarnar til liðs við útvarpsbarinn. Í framhaldinu munum við skoða að skjóta upp kollinum Norðurlöndunum á næsta ári. Við erum búin að vera í samstarfi við hátíðir á borð við Hróaskeldu, By:Larm, Flow og Way Out West á þessu ári en þetta er langstærsta verkefnið okkar hingað til við erum því mjög spennt að sjá hvernig til tekst.”Um Nordic PlaylistNordic Playlist er vefsíða sem opnaði 6. janúar 2014. Hún er tileinkuð norrænni tónlist og vikulega setja tónlistarmenn saman lista af uppáhaldslögunum sínum. Áhugaverðir plötusnúðar koma setja saman mix tape og fréttir eru fluttar af útgáfum og viðburðum. Jafnframt eru hlekkjað á vinsækdarlista allra landanna. Norræni spilunarlistinn er studdur af Norrænu ráðherranefndinni. Í þessari viku er listinn frá Lykke Li – https://nordicplaylist.com/. Á meðal listamanna sem hafa sett saman spilunarlista eru Nanna Bryndís Hilmarsdóttir frá Of Monsters and Men, Emilíana Torrini, Jonas Bjerre frá Mews, Icona Pop og Erlend Øye. Íslenski tónlistarmaðurinn Ásgeir á spilunarlistann sem birtist í Iceland Airwaves vikunni en alls hafa yfir 40 spilunarlistar hafa verið settir upp á síðunni.
Airwaves Harmageddon Mest lesið Hver er tilgangur lífsins hjá trúleysingjum? Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Vonar að pabbi verði ekki mikið fullur Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon