Lífið

Fólkið á Airwaves: Lét húðflúra Íslandskort á handlegginn á sér

Hjörtur Júlíus Hjartarson skrifar
vísir/andri marinó
Belgarnir Tito, Benua og Antoine voru hæstánægðir með dvöl sína hér á landi sögðust skemmta sér hið besta. Tito var að koma á sína aðra hátíð en félagarnir eru í fyrsta sinn.

Þeir segja Belga vera tónlistarþjóð og þar í landi séu margar tónlistarhátíðir í boði ár hvert en engin þeirra er eins og Iceland Airwaves.

„Tónleikar hátíðarinnar eru á mörgum litlum stöðum sem færir mann nær listamönnunum. Það er mjög svalt.”

Þeir segja alla daga hér hafa verið mikla upplifun.

„Við fórum að sjálfsögðu í Bláa Lónið eins og allir. Við erum búnir að sjá að fullt af skemmtilegum tónleikum, förum á Harlem á hverju kvöldi og drekkum mikið af bjór. Svo eru allar íslensku stelpurnar allar mjög sætar.”

Tito segist hata húðflúr en lét sig engu að síður hafa það að fá sér eitt slíkt á handlegginn, útlínur Íslands.

„Við ætlum að fá okkur alveg eins tattú,” segja félagar hans. „Við eigum pantaðan tíma í næstu viku.”


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×